Vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2020 17:09 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir það bæði vera samfélagslega rétt og hagkvæmt að ríkið taki þátt í kostnaði við sálfræðiþjónustu. Það séu vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun. vísir/vilhelm Ekki er gert ráð fyrir niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir það mikil vonbrigði enda samþykkti yfirgæfandi meirihluti Alþingis í vor að fella þjónustuna undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. „Þetta er náttúrulega mikið framfaraskref í heilbrigðisþjónustu, að þarna sé andlegt heilbrigði metið til janfs við aðra þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það var mikið fagnað þegar þetta var samþykkt í vor og það lá mikil barátta margra að baki. Þess meiri eru vonbrigðin núna að sjá og heyra í samtölum við starfandi heilbrigðisráðherra að það er ekki gert ráð fyrir fjármagni í þessa heilbrigðisþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórarninnar til næstu ára,“ segir Hanna Katrín í samtali við fréttastofu. Hanna Katrín spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, út í málið í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í dag. Vísaði Guðmundur til þess að ekki væri langt síðan frumvarpið var samþykkt og að skoða þyrfti hvort hægt væri að tryggja þessu fjármagn þegar horft væri til lengri framtíðar, eða í næstu áætlun. Málið væri í vinnslu innan heilbrigðisráðuneytisins. Hanna Katrín segir að miðað við fjölda þeirra sem nýti sér sálfræðiþjónustu eða þurfi á henni að halda gæti kostnaðurinn numið um einum milljarði króna á ársgrundvelli. Kostnaðurinn geti þó tekið breytingum. „Heilbrigðisráðherra hefur heilmikil völd samkvæmt frumvarpinu til að þrengja eða útvíkka hópinn eftir því sem hann telur best og til þess hefur hann öll fyrirliggjandi gögn.“ Í greinargerð frumvarpsins sem var samþykkt í vor er vísað til talna frá Hagstofu Íslands sem gefa til kynna að um þriðjungur fólks telji sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu. „Þetta eru forvirkar aðgerðir og við vitum út frá biturri reynslu frá síðustu kreppu að neikvæð áhrif koma fram í geðheilbrigði og þau koma fram eftir á. Þannig að matið okkar og þeirra fjölmörgu sem standa á bak við þetta frumvarp er að þetta er bæði samfélagslega rétt og samfélagslega hagkvæmt. Þannig ég vona að þessu verði snúið við í meðferð þingsins,“ segir Hanna Katrín. Þetta eigi ekki að vera á meðal mála sem þurfi að setja á bið vegna efnahagsþrenginga. „Ég trúi því að þingheimur muni fylkja sér á bak við heilbrigðisráðherra til að fá samþykktar breytingartillögur til að finna þetta fjármagn, eða ef svo ber undir að hliðra eitthvað til svo þetta verði að veruleika.“ Alþingi Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir það mikil vonbrigði enda samþykkti yfirgæfandi meirihluti Alþingis í vor að fella þjónustuna undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. „Þetta er náttúrulega mikið framfaraskref í heilbrigðisþjónustu, að þarna sé andlegt heilbrigði metið til janfs við aðra þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það var mikið fagnað þegar þetta var samþykkt í vor og það lá mikil barátta margra að baki. Þess meiri eru vonbrigðin núna að sjá og heyra í samtölum við starfandi heilbrigðisráðherra að það er ekki gert ráð fyrir fjármagni í þessa heilbrigðisþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórarninnar til næstu ára,“ segir Hanna Katrín í samtali við fréttastofu. Hanna Katrín spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, út í málið í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í dag. Vísaði Guðmundur til þess að ekki væri langt síðan frumvarpið var samþykkt og að skoða þyrfti hvort hægt væri að tryggja þessu fjármagn þegar horft væri til lengri framtíðar, eða í næstu áætlun. Málið væri í vinnslu innan heilbrigðisráðuneytisins. Hanna Katrín segir að miðað við fjölda þeirra sem nýti sér sálfræðiþjónustu eða þurfi á henni að halda gæti kostnaðurinn numið um einum milljarði króna á ársgrundvelli. Kostnaðurinn geti þó tekið breytingum. „Heilbrigðisráðherra hefur heilmikil völd samkvæmt frumvarpinu til að þrengja eða útvíkka hópinn eftir því sem hann telur best og til þess hefur hann öll fyrirliggjandi gögn.“ Í greinargerð frumvarpsins sem var samþykkt í vor er vísað til talna frá Hagstofu Íslands sem gefa til kynna að um þriðjungur fólks telji sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu. „Þetta eru forvirkar aðgerðir og við vitum út frá biturri reynslu frá síðustu kreppu að neikvæð áhrif koma fram í geðheilbrigði og þau koma fram eftir á. Þannig að matið okkar og þeirra fjölmörgu sem standa á bak við þetta frumvarp er að þetta er bæði samfélagslega rétt og samfélagslega hagkvæmt. Þannig ég vona að þessu verði snúið við í meðferð þingsins,“ segir Hanna Katrín. Þetta eigi ekki að vera á meðal mála sem þurfi að setja á bið vegna efnahagsþrenginga. „Ég trúi því að þingheimur muni fylkja sér á bak við heilbrigðisráðherra til að fá samþykktar breytingartillögur til að finna þetta fjármagn, eða ef svo ber undir að hliðra eitthvað til svo þetta verði að veruleika.“
Alþingi Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira