Vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2020 17:09 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir það bæði vera samfélagslega rétt og hagkvæmt að ríkið taki þátt í kostnaði við sálfræðiþjónustu. Það séu vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun. vísir/vilhelm Ekki er gert ráð fyrir niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir það mikil vonbrigði enda samþykkti yfirgæfandi meirihluti Alþingis í vor að fella þjónustuna undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. „Þetta er náttúrulega mikið framfaraskref í heilbrigðisþjónustu, að þarna sé andlegt heilbrigði metið til janfs við aðra þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það var mikið fagnað þegar þetta var samþykkt í vor og það lá mikil barátta margra að baki. Þess meiri eru vonbrigðin núna að sjá og heyra í samtölum við starfandi heilbrigðisráðherra að það er ekki gert ráð fyrir fjármagni í þessa heilbrigðisþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórarninnar til næstu ára,“ segir Hanna Katrín í samtali við fréttastofu. Hanna Katrín spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, út í málið í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í dag. Vísaði Guðmundur til þess að ekki væri langt síðan frumvarpið var samþykkt og að skoða þyrfti hvort hægt væri að tryggja þessu fjármagn þegar horft væri til lengri framtíðar, eða í næstu áætlun. Málið væri í vinnslu innan heilbrigðisráðuneytisins. Hanna Katrín segir að miðað við fjölda þeirra sem nýti sér sálfræðiþjónustu eða þurfi á henni að halda gæti kostnaðurinn numið um einum milljarði króna á ársgrundvelli. Kostnaðurinn geti þó tekið breytingum. „Heilbrigðisráðherra hefur heilmikil völd samkvæmt frumvarpinu til að þrengja eða útvíkka hópinn eftir því sem hann telur best og til þess hefur hann öll fyrirliggjandi gögn.“ Í greinargerð frumvarpsins sem var samþykkt í vor er vísað til talna frá Hagstofu Íslands sem gefa til kynna að um þriðjungur fólks telji sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu. „Þetta eru forvirkar aðgerðir og við vitum út frá biturri reynslu frá síðustu kreppu að neikvæð áhrif koma fram í geðheilbrigði og þau koma fram eftir á. Þannig að matið okkar og þeirra fjölmörgu sem standa á bak við þetta frumvarp er að þetta er bæði samfélagslega rétt og samfélagslega hagkvæmt. Þannig ég vona að þessu verði snúið við í meðferð þingsins,“ segir Hanna Katrín. Þetta eigi ekki að vera á meðal mála sem þurfi að setja á bið vegna efnahagsþrenginga. „Ég trúi því að þingheimur muni fylkja sér á bak við heilbrigðisráðherra til að fá samþykktar breytingartillögur til að finna þetta fjármagn, eða ef svo ber undir að hliðra eitthvað til svo þetta verði að veruleika.“ Alþingi Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir það mikil vonbrigði enda samþykkti yfirgæfandi meirihluti Alþingis í vor að fella þjónustuna undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. „Þetta er náttúrulega mikið framfaraskref í heilbrigðisþjónustu, að þarna sé andlegt heilbrigði metið til janfs við aðra þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það var mikið fagnað þegar þetta var samþykkt í vor og það lá mikil barátta margra að baki. Þess meiri eru vonbrigðin núna að sjá og heyra í samtölum við starfandi heilbrigðisráðherra að það er ekki gert ráð fyrir fjármagni í þessa heilbrigðisþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórarninnar til næstu ára,“ segir Hanna Katrín í samtali við fréttastofu. Hanna Katrín spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, út í málið í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í dag. Vísaði Guðmundur til þess að ekki væri langt síðan frumvarpið var samþykkt og að skoða þyrfti hvort hægt væri að tryggja þessu fjármagn þegar horft væri til lengri framtíðar, eða í næstu áætlun. Málið væri í vinnslu innan heilbrigðisráðuneytisins. Hanna Katrín segir að miðað við fjölda þeirra sem nýti sér sálfræðiþjónustu eða þurfi á henni að halda gæti kostnaðurinn numið um einum milljarði króna á ársgrundvelli. Kostnaðurinn geti þó tekið breytingum. „Heilbrigðisráðherra hefur heilmikil völd samkvæmt frumvarpinu til að þrengja eða útvíkka hópinn eftir því sem hann telur best og til þess hefur hann öll fyrirliggjandi gögn.“ Í greinargerð frumvarpsins sem var samþykkt í vor er vísað til talna frá Hagstofu Íslands sem gefa til kynna að um þriðjungur fólks telji sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu. „Þetta eru forvirkar aðgerðir og við vitum út frá biturri reynslu frá síðustu kreppu að neikvæð áhrif koma fram í geðheilbrigði og þau koma fram eftir á. Þannig að matið okkar og þeirra fjölmörgu sem standa á bak við þetta frumvarp er að þetta er bæði samfélagslega rétt og samfélagslega hagkvæmt. Þannig ég vona að þessu verði snúið við í meðferð þingsins,“ segir Hanna Katrín. Þetta eigi ekki að vera á meðal mála sem þurfi að setja á bið vegna efnahagsþrenginga. „Ég trúi því að þingheimur muni fylkja sér á bak við heilbrigðisráðherra til að fá samþykktar breytingartillögur til að finna þetta fjármagn, eða ef svo ber undir að hliðra eitthvað til svo þetta verði að veruleika.“
Alþingi Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira