Fótbolti

Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu landsliðsins í morgun.
Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu landsliðsins í morgun. vísir/vilhelm

Erik Hamrén segir að íslenska karlalandsliðið hafi æft vítaspyrnur á æfingu í gær og muni gera það aftur í dag.

Ísland tekur á móti Rúmeníu annað kvöld í umspili um sæti á EM 2020. Leikið verður til þrautar og úrslitin gætu því ráðist í vítaspyrnukeppni. Íslenska liðið er búið undir það.

„Við æfðum vítaspyrnur aðeins í gær og munum gera það aftur í dag svo við höfum prófað það,“ sagði Hamrén í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins á Laugardalsvelli í dag.

„Það er samt mikill munur að taka víti á æfingum og í leikjum. En að sjálfsögðu munum við æfa vítin,“ bætti Hamrén við.

Íslenska landsliðinu hefur ekki gengið vel á vítapunktinum upp á síðkastið. Birkir Bjarnason klúðraði víti í uppbótartíma í tapinu fyrir Englandi, 0-1, í Þjóðadeildinni í síðasta mánuð. Þá klikkaði Gylfi Þór Sigurðsson á vítum gegn Moldóvu og Andorra í undankeppni EM í fyrra og á HM í Rússlandi fyrir tveimur árum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×