Fótbolti

Svona var blaðamannafundurinn fyrir Rúmeníuleikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erik Hamrén er á leið í sinn stærsta leik sem þjálfari íslenska landsliðsins.
Erik Hamrén er á leið í sinn stærsta leik sem þjálfari íslenska landsliðsins. vísir/vilhelm

Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á fundinum. Útsendingu og textalýsingu frá fundinum má sjá hér fyrir neðan.

Fram kom á fundinum að Kári Árnason hefði æft af fullum krafti í vikunni eftir að hafa misst af síðustu leikjum Víkings R. vegna meiðsla. Hamrén sagði alla leikmenn klára í slaginn fyrir morgundaginn en að Sverrir Ingi Ingason hefði reyndar þurft að bíða eftir niðurstöðu úr kórónuveiruskimun og misst af æfingunum í gær og á mánudag.

Leikur Íslands og Rúmeníu fer fram á Laugardalsvelli klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Sigurvegarinn mætir annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×