Erlent

Sam­ræmt kerfi til að auð­velda ferða­lög til skoðunar

Atli Ísleifsson skrifar
Áslaug Arna kveðst ekki útiloka að breytt fyrirkomulag verði tekið upp á landamærum, nái tillögur Evópusambandsins fram að ganga.
Áslaug Arna kveðst ekki útiloka að breytt fyrirkomulag verði tekið upp á landamærum, nái tillögur Evópusambandsins fram að ganga. Vísir/Vilhelm

Evrópusambandið hefur nú til skoðunar að koma á fót samræmdu kerfi til að auðvelda megi ferðalög innan evrópska efnahagssvæðisins á tímum heimsfaraldursins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir ekki útilokað að slíkt myndi hafa í för með sér breytingar á fyrirkomulagi landamæraskimunar hér á landi.

Fréttablaðið segir frá þessu, en þýsk stjórnvöld, sem eru nú í forsæti ráðherraráðs sambandsins, kanna nú að koma á litakóða fyrir frjálsa för milli landa sambandsins og EES-ríkja þar sem litir myndu miðast við nýgengi smita. Myndu reglur ekki vera bindandi og ekki ná til vörubílstjóra, sjófarenda eða annarra sem ferðast vegna starfa sinna.

Blaðið hefur eftir Áslaugu Örnu að íslensk stjórnvöld hafi sent frá sér athugasemdir til sambandsins vegna málsins í gær. Var því komið á framfæri að Íslendingar hafi skimað á landamærum og standi vilji til þess að þar verði gert áfram.

Óvíst er hvenær slíkar reglur myndu taka gildi en núgildandi fyrirkomulag á landamærum Íslands gilda til 1. desember. Áslaug Arna kveðst þó ekki útiloka að breytt fyrirkomulag verði tekið upp, nái tillögur Evópusambandsins fram að ganga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×