Fótbolti

Smalling til Roma og Arsenal að kaupa Part­ey

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chris Smalling í leik með Roma á síðustu leiktíð.
Chris Smalling í leik með Roma á síðustu leiktíð. vísir/getty

Manchester United hefur selt varnarmanninn Chris Smalling til Roma en hann á að hafa kostað Rómverjana fimmtán milljónir evra.

Fimm milljónir evra geta bæst við kaupverðið standi Smalling sig vel hjá Roma og spili ákveðinn fjölda leikja. Hann var á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð og spilaði vel.

Í þetta skipti er þetta ekki lán og því er tíu ára veru Englendingsins hjá Manchester United lokið. Því eru einungis tveir leikmenn eftir í hópnum hjá Man. United sem hafa unnið ensku úvralsdeildina; David de Gea og Phil Jones.

Arsenal hefur virkjað klásúlu í samningi Thomas Partey, miðjumanns Atletico Madrid, en Lundúnarliðið er talið borga 45 milljónir punda fyrir miðjumanninn.

Arsenal hefur verið orðað við miðjumanninn lengi en fyrst nú er eitthvað talið vera að gerast. Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti.

Partey mun fá ansi myndarlega borgað hjá Lundúnarliðinu en talið er að launin hans verða 260 þúsund pund á viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×