Stoke-framherjinn til Evrópumeistaranna frá silfurliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2020 17:01 Eric Maxim Choupo-Moting hefur skrifað undir eins árs samning við Bayern München. GETTY/DAVID RAMOS Eric Maxim Choupo-Moting er genginn í raðir Bayern München á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain. #ServusChoupo Eric Maxim Choupo-Moting joins #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/oV5mi1k3j4— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Mikla athygli vakti þegar Choupo-Moting fór til PSG frá Stoke City fyrir tveimur árum. Hann var í liði Stoke sem féll úr ensku úrvalsdeildinni eins og menn á borð við Xherdan Shaqiri og Kurt Zouma sem leika í dag með Liverpool og Chelsea. Choupo-Moting skoraði níu mörk í 51 leik fyrir PSG. Það eftirminnilegasta kom gegn Atalanta í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í ágúst. Choupo-Moting kom inn á sem varamaður þegar PSG tapaði fyrir Bayern München, 0-1, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú er hann farinn til Evrópumeistaranna þar sem honum verður væntanlega ætlað að vera varamaður fyrir Robert Lewandowski. Choupo-Moting er fæddur í Þýskalandi og lék áður með Hamburg, Nürnberg, Mainz og Schalke þar í landi. Hann lék fyrir yngri landslið Þýskalands en valdi svo að spila fyrir hönd Kamerún, heimalands föður síns. Choupo-Moting hefur skorað fimmtán mörk í 55 landsleikjum fyrir Kamerún. Bayern hefur einnig fengið brasilíska kantmanninn Douglas Costa á láni frá Juventus. Hann þekkir vel til Bayern en hann lék með liðinu á árunum 2015-18. Welcome back, @douglascosta Douglas Costa joins #FCBayern on loan #ServusDouglas pic.twitter.com/L2Im8EOPZK— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Þá keypti Bayern Bouna Sarr frá Marseille. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Bayern. Sarr er 28 ára hægri bakvörður sem lék með Marseille í fimm ár. #ServusBouna Bouna Sarr joins #FCBayern from Olympique Marseille #MiaSanMia pic.twitter.com/4hNrEJVi6j— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Sjá meira
Eric Maxim Choupo-Moting er genginn í raðir Bayern München á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain. #ServusChoupo Eric Maxim Choupo-Moting joins #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/oV5mi1k3j4— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Mikla athygli vakti þegar Choupo-Moting fór til PSG frá Stoke City fyrir tveimur árum. Hann var í liði Stoke sem féll úr ensku úrvalsdeildinni eins og menn á borð við Xherdan Shaqiri og Kurt Zouma sem leika í dag með Liverpool og Chelsea. Choupo-Moting skoraði níu mörk í 51 leik fyrir PSG. Það eftirminnilegasta kom gegn Atalanta í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í ágúst. Choupo-Moting kom inn á sem varamaður þegar PSG tapaði fyrir Bayern München, 0-1, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú er hann farinn til Evrópumeistaranna þar sem honum verður væntanlega ætlað að vera varamaður fyrir Robert Lewandowski. Choupo-Moting er fæddur í Þýskalandi og lék áður með Hamburg, Nürnberg, Mainz og Schalke þar í landi. Hann lék fyrir yngri landslið Þýskalands en valdi svo að spila fyrir hönd Kamerún, heimalands föður síns. Choupo-Moting hefur skorað fimmtán mörk í 55 landsleikjum fyrir Kamerún. Bayern hefur einnig fengið brasilíska kantmanninn Douglas Costa á láni frá Juventus. Hann þekkir vel til Bayern en hann lék með liðinu á árunum 2015-18. Welcome back, @douglascosta Douglas Costa joins #FCBayern on loan #ServusDouglas pic.twitter.com/L2Im8EOPZK— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Þá keypti Bayern Bouna Sarr frá Marseille. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Bayern. Sarr er 28 ára hægri bakvörður sem lék með Marseille í fimm ár. #ServusBouna Bouna Sarr joins #FCBayern from Olympique Marseille #MiaSanMia pic.twitter.com/4hNrEJVi6j— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020
Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Sjá meira