Fótbolti

Arnór Ingvi skoraði og lagði upp í stór­sigri | Sverir Ingi á sínum stað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnór Ingvi var frábær í dag.
Arnór Ingvi var frábær í dag. Malmö

Arnór Ingvi Traustason er aldeilis heitur fyrir komandi landsliðsverkefni. Hann skoraði og lagði upp í 4-0 sigri Malmö í dag. Sverri Ingi Ingason á sínum stað í vörn PAOK sem vann öruggan 3-0 sigur í grísku úrvaldeildinni. 

Arnór Ingvi var í byrjunarliði Malmö er liðið sótti Kalmar heim. Hann kom gestunum yfir strax á sjöttu mínútu leiksins. Anders Christiansen tvöfaldaði forystu gestanna fyrir hálfleik og Arnór lagði svo upp þriðja markið á Ola Toivonen þegar klukkutími var liðinn.

Anel Ahmedhodzic bætti því fjórða við fimmtán mínútum síðar og Malmö vann því öruggan 4-0 sigur.

Malmö er sem fyrr með örugga forystu á toppi sænsku deildarinnar en liðið er með 11 stiga forystu þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni.

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í vörn PAOK er liðið vann öruggan 3-0 sigur á Crete í grísku úrvalsdeildinni. PAOK er nú í í 2. sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir með tvo sigra og tvö jafntefli.

Sverrir Ingi nældi sér í gult spjald í leiknum.

Þá kom Mikael Neville Anderson inn af varamannabekk Danmerkurmeistaranna í Midtjylland er liðið gerði 2-2 jafntfli við AC Horsens á útivelli.  Staðan var 2-2 í hálfleik og því náði Mikael ekki að setja mark sitt á leikin en hann lék hálftíma í dag.

Midtjylland er með sjö stig eftir fjóra leiki og situr í 5. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×