Erlent

Trump sendir frá sér ávarp: „Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel“

Birgir Olgeirsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent frá sér myndband þar sem hann færir fregnir af heilsufari sínu. Trump er smitaður af kórónuveirunni og var fluttur á sjúkrahús í gærkvöldi.

„Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel. Mér líður mun betur núna,” segir Trump í myndbandinu sem er tekið á Walter Reed-sjúkrahúsinu. Myndbandið, sem eru fjögurra mínútna langt, birti hann á Twitter.

Hann segist vinna hart að því að ná fullri heilsu.

„Við munum sigra þennan kórónuvírus eða hvað þið viljið kalla hann, og við munum gera það örugglega. Ég mun snúa aftur, ég held að það gerist fljótlega,” sagði Trump og bætti við að hann hlakkaði til að snúa aftur í kosningabaráttuna.

„Við vitum ekki hvað gerist næstu daga, það verður aðal prófraunin. Við sjáum því til hvað gerist næstu daga.”


Tengdar fréttir

Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans

Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×