Tottenham hefur fengið sóknarmanninn Carlos Vinícius að láni frá Benfica út tímabilið.
Hinn brasilíski Vinícius er 25 ára gamall og skoraði 24 mörk í öllum keppnum fyrir Benfica á síðasta tímabili. Áður hafði hann verið á mála hjá meðal annars Napoli og Monaco.
Þetta er áttundi leikmaðurinn sem Jose Mourinho fær til Tottenham fyrir þetta tímabil, þar af fyrsti sóknarmaðurinn en ljóst er að Mourinho vill auka valkosti sína fremst á vellinum.