Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2020 08:00 JOe Biden í Michigan í gærkvöldi. AP/Andrew Harnik Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. Veiran myndi ekki hverfa sjálfkrafa og umfangsmikil skimun um gervöll Bandaríkin, ekki bara í Hvíta húsinu, væri nauðsynleg. Þetta sagði Biden í ræðu í Michigan og sagði hann einnig að nú þyrftu Bandaríkjamenn að koma saman. Hann tilkynnti þar að auki að framboð hans myndi taka neikvæðar auglýsingar um Trump úr birtingu og óskaði hann forsetanum velfarnaðar. Samkvæmt heimildum Politico var starfsmönnum framboðs Biden skipað að stíga varlega til jarðar, fljótt eftir að fregnir bárust af smiti forsetans. Þau ættu ekki að gera grín að Trump á nokkurn hátt og ekki tala við fjölmiðla í bili. Almenningur myndi sjálfur komast að þeirri niðurstöðu að mistök forsetans í því að vernda þjóðina og að taka faraldurinn alvarlega hefði komið niður á honum sjálfum. Það að gera grín að Biden fyrir að vera með grímu og stunda félagsforðun myndi nú mögulega kosta hann annað kjörtímabil. Donald Trump var fluttur á sjúkrahús í gær og verður hann líklega þar í nokkra daga. Í myndbandi sem birt var í gærkvöldi sagðist forsetinn við góða heilsu. Einn viðmælandi miðilsins sagði að framboðið hefði farið í dvala í gær. Greinandi Demókrataflokksins, sem AP fréttaveitan ræddi við, sló á svipaða strengi. „Hann [Biden] þarf ekki að segja: Ég varaði þig við. Sagan er að segja: Ég varaði þið við,“ sagði Maria Cardona. Annar viðmælandi sagði að ekki þyrfti að minna Bandaríkjamenn á að þeir ættu í vandræðum. Þeir væru meðvitaðir um það. Það þyrfti hins vegar að minna þá á að það væri hægt að takast á við vandann. Það sé betri leið í boði. Trump-liðar í áfalli Starfsmenn framboðs Trump eru sagðir í áfalli eftir gærdaginn og leita forsvarsmenn framboðsins nú að leiðum fram á við, því allar þær áætlanir sem búið var að gera eru fyrir bí. Gera þarf nýjar áætlanir varðandi kosningafundi Trump, fjáröflun og margt annað. Eftir að hafa varið mikilli orku til þess að beina sjónum kjósenda í Bandaríkjunum frá nýju kórónuveirunni og hvernig haldið hefur verið að á vörnum gegn henni, þurfa forsvarsmenn framboðs Trump nú að takast á við að líklegast verði fátt annað til umræðu. Einungis mánuður er í kosningar og kannanir sýna að Biden er í sterkri stöðu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Biden ekki með Covid-19 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. 2. október 2020 16:41 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. Veiran myndi ekki hverfa sjálfkrafa og umfangsmikil skimun um gervöll Bandaríkin, ekki bara í Hvíta húsinu, væri nauðsynleg. Þetta sagði Biden í ræðu í Michigan og sagði hann einnig að nú þyrftu Bandaríkjamenn að koma saman. Hann tilkynnti þar að auki að framboð hans myndi taka neikvæðar auglýsingar um Trump úr birtingu og óskaði hann forsetanum velfarnaðar. Samkvæmt heimildum Politico var starfsmönnum framboðs Biden skipað að stíga varlega til jarðar, fljótt eftir að fregnir bárust af smiti forsetans. Þau ættu ekki að gera grín að Trump á nokkurn hátt og ekki tala við fjölmiðla í bili. Almenningur myndi sjálfur komast að þeirri niðurstöðu að mistök forsetans í því að vernda þjóðina og að taka faraldurinn alvarlega hefði komið niður á honum sjálfum. Það að gera grín að Biden fyrir að vera með grímu og stunda félagsforðun myndi nú mögulega kosta hann annað kjörtímabil. Donald Trump var fluttur á sjúkrahús í gær og verður hann líklega þar í nokkra daga. Í myndbandi sem birt var í gærkvöldi sagðist forsetinn við góða heilsu. Einn viðmælandi miðilsins sagði að framboðið hefði farið í dvala í gær. Greinandi Demókrataflokksins, sem AP fréttaveitan ræddi við, sló á svipaða strengi. „Hann [Biden] þarf ekki að segja: Ég varaði þig við. Sagan er að segja: Ég varaði þið við,“ sagði Maria Cardona. Annar viðmælandi sagði að ekki þyrfti að minna Bandaríkjamenn á að þeir ættu í vandræðum. Þeir væru meðvitaðir um það. Það þyrfti hins vegar að minna þá á að það væri hægt að takast á við vandann. Það sé betri leið í boði. Trump-liðar í áfalli Starfsmenn framboðs Trump eru sagðir í áfalli eftir gærdaginn og leita forsvarsmenn framboðsins nú að leiðum fram á við, því allar þær áætlanir sem búið var að gera eru fyrir bí. Gera þarf nýjar áætlanir varðandi kosningafundi Trump, fjáröflun og margt annað. Eftir að hafa varið mikilli orku til þess að beina sjónum kjósenda í Bandaríkjunum frá nýju kórónuveirunni og hvernig haldið hefur verið að á vörnum gegn henni, þurfa forsvarsmenn framboðs Trump nú að takast á við að líklegast verði fátt annað til umræðu. Einungis mánuður er í kosningar og kannanir sýna að Biden er í sterkri stöðu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Biden ekki með Covid-19 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. 2. október 2020 16:41 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Biden ekki með Covid-19 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. 2. október 2020 16:41
Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37
Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21
Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent