Biden ekki með Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2020 16:41 Hér eru þeir Biden og Trump með eiginkonum sínum Jill og Melaníu, eftir kappræðurnar í vikunni. AP/Julio Cortez Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. Þeir tveir deildu sviði í kappræðum sem fram fóru aðfaranótt þriðjudagsins. Biden sagði frá niðurstöðu skimunarinnar á Twitter nú fyrir skömmu og ítrekaði hann fyrir fólki að notast við persónulegar sóttvarnir. I m happy to report that Jill and I have tested negative for COVID. Thank you to everyone for your messages of concern. I hope this serves as a reminder: wear a mask, keep social distance, and wash your hands.— Joe Biden (@JoeBiden) October 2, 2020 Eftir að starfsmenn Hvíta hússins komust að því að náinn ráðgjafi Trump hefði smitast, var framboð Biden ekki látið vita. Þess í stað komst Joe Biden að smiti Trump í gegnum fréttir fjölmiðla og fór hann í skimun í kjölfar þess. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee, sem er Repúblikani frá Utah, greindi frá því í dag að hann hefði greinst með Covid-19 og það sagði Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins einnig. Lee var staddur í garði Hvíta hússins á laugardaginn síðasta þegar Trump tilkynnti að hann ætlaði að tilnefna Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Enginn þar var með andlitsgrímu og enginn stundaði nokkurs konar félagsforðun, samkvæmt lýsingum blaðamanna vestanhafs. Sjá einnig: Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Á þriðjudaginn fundaði Lee með Barrett og voru þau í miklu návígi án gríma. Sömuleiðis fundaði hann með Lindsey Graham, sem er einnig öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins og formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar. Hvorugur þeirra var með grímu. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í dag að hann ætti von á því að fleiri smit myndu greinast í Hvíta húsinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. Þeir tveir deildu sviði í kappræðum sem fram fóru aðfaranótt þriðjudagsins. Biden sagði frá niðurstöðu skimunarinnar á Twitter nú fyrir skömmu og ítrekaði hann fyrir fólki að notast við persónulegar sóttvarnir. I m happy to report that Jill and I have tested negative for COVID. Thank you to everyone for your messages of concern. I hope this serves as a reminder: wear a mask, keep social distance, and wash your hands.— Joe Biden (@JoeBiden) October 2, 2020 Eftir að starfsmenn Hvíta hússins komust að því að náinn ráðgjafi Trump hefði smitast, var framboð Biden ekki látið vita. Þess í stað komst Joe Biden að smiti Trump í gegnum fréttir fjölmiðla og fór hann í skimun í kjölfar þess. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee, sem er Repúblikani frá Utah, greindi frá því í dag að hann hefði greinst með Covid-19 og það sagði Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins einnig. Lee var staddur í garði Hvíta hússins á laugardaginn síðasta þegar Trump tilkynnti að hann ætlaði að tilnefna Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Enginn þar var með andlitsgrímu og enginn stundaði nokkurs konar félagsforðun, samkvæmt lýsingum blaðamanna vestanhafs. Sjá einnig: Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Á þriðjudaginn fundaði Lee með Barrett og voru þau í miklu návígi án gríma. Sömuleiðis fundaði hann með Lindsey Graham, sem er einnig öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins og formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar. Hvorugur þeirra var með grímu. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í dag að hann ætti von á því að fleiri smit myndu greinast í Hvíta húsinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21
Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58