Stefán Teitur á leið til Danmerkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2020 18:47 Stefán Teitur Þórðarson verður leikmaður Silkeborg um helgina samkvæmt heimildum Vísis. Anton Brink Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður ÍA og einn besti leikmaður Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu, mun spila í Danmörku frá og með næstu helgi. Íþróttadeild Vísis hefur það eftir öruggum heimildum að Stefán Teitur sé á leið til Silkeborg í Danmörku. Verður hann tilkynntur sem leikmaður félagsins nú um helgina og því ljóst að hann mun ekki klára tímabilið með Skagamönnum. Þá hafa danskir fjölmiðlar svo gott sem staðfest vistaskiptin. Silkeborg leikur sem stendur í dönsku B-deildinni. Er liðið í 7. sæti af 12 liðum með níu stig þegar fimm umferðum er lokið. Fyrr í sumar var Stefán Teitur orðaður við Íslandsmeistara KR en nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum. Þá sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöð 2 Sport ásamt fleiru, einnig að Stefán væri á leið til Silkeborg og samherji hans Tryggvi Hrafn Haraldsson væri á leið til Lilleström í Noregi. Skagamenn hafa teiknað upp nýjar sviðsmyndir. Stefán Teitur og Tryggvi Haralds spila í útlöndum á næsta ári. Stefán í Danmörku með Silkeborg og Tryggvi í Noregi samkvæmt minnisblaði eftir virkt samtal við Akranes kaupstað. pic.twitter.com/7Kq9SeFtEa— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) October 2, 2020 Stefán Teitur hefur eins og áður sagði leikið frábærlega með Skagamönnum í sumar. Þessi U21 árs landsliðsmaður hefur skorað átta mörk og segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, að Stefán geti valið úr tilboðum. „Það eru miklar líkur á að Stefán Teitur semji við félag erlendis í þessum glugga. Hann er með það lúxus vandamál að velja á milli liða. Hann hefur skorað átta mörk af miðjunni í sumar og vakið athygli," sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Stefáns,“ sagði Ólafur í viðtali á Fótbolti.net. Leikmaðurinn er fæddur árið 1998 og hefur leikið 90 leiki og skorað 24 mörk fyrir Skagamenn í deild og bikar. Þá á hann að baki 13 landsleiki fyrir U21 lið Íslands og er í hópnum sem mætir Ítalíu og Lúxemborg á næstu dögum. ÍA situr í 7. sæti Pepsi Max deildarinnar með 21 stig eftir 17 leiki. Leikir liðsins hafa verið frábær skemmtun í sumar en liðið hefur skorað 39 mörk og fengið á sig jafn mörg. Þeir mæta FH á heimavelli á sunnudaginn. Fótbolti Íslenski boltinn Danski boltinn ÍA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður ÍA og einn besti leikmaður Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu, mun spila í Danmörku frá og með næstu helgi. Íþróttadeild Vísis hefur það eftir öruggum heimildum að Stefán Teitur sé á leið til Silkeborg í Danmörku. Verður hann tilkynntur sem leikmaður félagsins nú um helgina og því ljóst að hann mun ekki klára tímabilið með Skagamönnum. Þá hafa danskir fjölmiðlar svo gott sem staðfest vistaskiptin. Silkeborg leikur sem stendur í dönsku B-deildinni. Er liðið í 7. sæti af 12 liðum með níu stig þegar fimm umferðum er lokið. Fyrr í sumar var Stefán Teitur orðaður við Íslandsmeistara KR en nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum. Þá sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöð 2 Sport ásamt fleiru, einnig að Stefán væri á leið til Silkeborg og samherji hans Tryggvi Hrafn Haraldsson væri á leið til Lilleström í Noregi. Skagamenn hafa teiknað upp nýjar sviðsmyndir. Stefán Teitur og Tryggvi Haralds spila í útlöndum á næsta ári. Stefán í Danmörku með Silkeborg og Tryggvi í Noregi samkvæmt minnisblaði eftir virkt samtal við Akranes kaupstað. pic.twitter.com/7Kq9SeFtEa— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) October 2, 2020 Stefán Teitur hefur eins og áður sagði leikið frábærlega með Skagamönnum í sumar. Þessi U21 árs landsliðsmaður hefur skorað átta mörk og segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, að Stefán geti valið úr tilboðum. „Það eru miklar líkur á að Stefán Teitur semji við félag erlendis í þessum glugga. Hann er með það lúxus vandamál að velja á milli liða. Hann hefur skorað átta mörk af miðjunni í sumar og vakið athygli," sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Stefáns,“ sagði Ólafur í viðtali á Fótbolti.net. Leikmaðurinn er fæddur árið 1998 og hefur leikið 90 leiki og skorað 24 mörk fyrir Skagamenn í deild og bikar. Þá á hann að baki 13 landsleiki fyrir U21 lið Íslands og er í hópnum sem mætir Ítalíu og Lúxemborg á næstu dögum. ÍA situr í 7. sæti Pepsi Max deildarinnar með 21 stig eftir 17 leiki. Leikir liðsins hafa verið frábær skemmtun í sumar en liðið hefur skorað 39 mörk og fengið á sig jafn mörg. Þeir mæta FH á heimavelli á sunnudaginn.
Fótbolti Íslenski boltinn Danski boltinn ÍA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira