„Við erum alls ekki öll á sama báti“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 20:47 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka, sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að mikil vonbrigði væri að sjá lagafrumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga á þingmálaskrá. Vísir/Vilhelm Málefni innflytjenda og þeirra sem minna mega sín voru í forgrunni í ræðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir meiri mannúð í málaflokkinn, nokkuð sem beðið hafi verið eftir síðastliðin þrjú ár, síðan ríkisstjórnin gaf um það fyrirheit. „Íslenskt samfélag á að vera manneskjulegt samfélag sem lætur ekki 200 manns bíða í röð á fimmtudagseftirmiðdegi eftir matargjöfum. Íslenskt samfélag á ekki að reka börn eða barnafjölskyldur af erlendum upprúna úr landi,“ sagði Rósa Björk. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Rósa sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna og hreyfingunni sem slíkri þann 17. september síðastliðinn og var ástæðan að hennar sögn brottvísun egypsku Khedr-fjölskyldunnar sem þá var fyrirhuguð. „Meirihluti almennings vill ekki þessa hörku, eins og nýleg skoðanakönnun sýnir um jákvæðari afstöðu fólks en áður til samborgara okkar af erlendum uppruna,“ sagði Rósa. „Það eru því stór vonbrigði að sjá lagafrumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga á þingmálaskránni. Frumvarp sem er harðlega gagnrýnt af mannréttindasamtökum.“ Hún sagði íslenskt samfélag eiga að taka utan um öll þau sem minna mega sín með opnum faðmi og láta sterk, mannúðleg kerfi grípa fólk við erfiðar aðstæður og tryggja jöfn tækifæri fyrir okkur öll. Sama hvaðan við erum og hver við erum. „Kórónuveiran hefur afhjúpað að við erum alls ekki í sama báti eins og fjármálaráðherra lýsti fyrir nokkru. Við erum hins vegar öll í sama storminum, eins og Greta Thunberg minnti okkur á, hvort sem um er að ræða kórónuveirufaraldurinn, áhrif loftslagsbreytinga eða efnahagskreppu.“ Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Málefni innflytjenda og þeirra sem minna mega sín voru í forgrunni í ræðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir meiri mannúð í málaflokkinn, nokkuð sem beðið hafi verið eftir síðastliðin þrjú ár, síðan ríkisstjórnin gaf um það fyrirheit. „Íslenskt samfélag á að vera manneskjulegt samfélag sem lætur ekki 200 manns bíða í röð á fimmtudagseftirmiðdegi eftir matargjöfum. Íslenskt samfélag á ekki að reka börn eða barnafjölskyldur af erlendum upprúna úr landi,“ sagði Rósa Björk. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Rósa sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna og hreyfingunni sem slíkri þann 17. september síðastliðinn og var ástæðan að hennar sögn brottvísun egypsku Khedr-fjölskyldunnar sem þá var fyrirhuguð. „Meirihluti almennings vill ekki þessa hörku, eins og nýleg skoðanakönnun sýnir um jákvæðari afstöðu fólks en áður til samborgara okkar af erlendum uppruna,“ sagði Rósa. „Það eru því stór vonbrigði að sjá lagafrumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga á þingmálaskránni. Frumvarp sem er harðlega gagnrýnt af mannréttindasamtökum.“ Hún sagði íslenskt samfélag eiga að taka utan um öll þau sem minna mega sín með opnum faðmi og láta sterk, mannúðleg kerfi grípa fólk við erfiðar aðstæður og tryggja jöfn tækifæri fyrir okkur öll. Sama hvaðan við erum og hver við erum. „Kórónuveiran hefur afhjúpað að við erum alls ekki í sama báti eins og fjármálaráðherra lýsti fyrir nokkru. Við erum hins vegar öll í sama storminum, eins og Greta Thunberg minnti okkur á, hvort sem um er að ræða kórónuveirufaraldurinn, áhrif loftslagsbreytinga eða efnahagskreppu.“
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57
Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07