„Áttum að heyra stefnuræðu en í staðin fengum við varnarræðu ríkisstjórnarinnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 20:40 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gagnrýnin á ríkisstjórnina í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gagnrýnin á ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði Katrínu Jakobsdóttur hafa í sinni ræðu réttlætt það að ríkisstjórnin hafi tekið lítil skref í stað stórra skrefa í viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Hún segir „varnarræðuna“ hvorki hafa veitt þjóðinni leiðsögn né von um hvernig við færum út úr erfiðleikunum sem faraldrinum fylgdu. Hvernig taka ætti utan um fólkið, félagslega, efnahagslega og andlega. Hvernig halda ætti lífinu í litlu og meðalstóru fyrirtækjunum og verja störfin. „Ræðan sendi ekki skilaboð til Suðurnesjanna þar sem atvinnuleysi er nú um 20 prósent, til unga fólksins sem á erfiðara en áður að fá vinnu, til listamanna sem fótum hefur verið kippt undan eða einyrkja,“ sagði Þorgerður. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Segir tillögu um auðlindaákvæði auka líkur á að sameign þjóðar verði séreign fárra Hún sagði allt samræmi vanta á milli sóttvarnaráðstafana og efnahagsráðstafana. Verði stóru skrefin ekki tekin strax sé ríkisstjórnin að „bjóða þjóðinni upp á langvarandi kreppu.“ „Þótt ríkisstjórnin telji það lögmál að vera alltaf einu skrefi á eftir veirunni þá þarf það ekki að vera svo,“ sagði Þorgerður. „Veikleikar stjórnarinnar, sem reist var á þeirri einu hugsun að halda hlutum óbreyttum, verða augljósir þegar óvæntar aðstæður og áskoranir koma upp.“ Þá fjallaði Þorgerður, líkt og fleiri, um stjórnarskrána og sagði hún stjórnarflokkana og Miðflokkinn hafa lofað útgerðinni að koma ákvæði án tímabindingar veiðiréttar í gegn. „Tillagan sem nú liggur fyrir er merkingarlaus. Breytir engu. Hún tryggir ekki þjóðareignina. Ef eitthvað er eykur hún líkur á að sameign þjóðar verði séreign fárra. Við því verður að spyrna,“ sagði Þorgerður. Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07 Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gagnrýnin á ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði Katrínu Jakobsdóttur hafa í sinni ræðu réttlætt það að ríkisstjórnin hafi tekið lítil skref í stað stórra skrefa í viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Hún segir „varnarræðuna“ hvorki hafa veitt þjóðinni leiðsögn né von um hvernig við færum út úr erfiðleikunum sem faraldrinum fylgdu. Hvernig taka ætti utan um fólkið, félagslega, efnahagslega og andlega. Hvernig halda ætti lífinu í litlu og meðalstóru fyrirtækjunum og verja störfin. „Ræðan sendi ekki skilaboð til Suðurnesjanna þar sem atvinnuleysi er nú um 20 prósent, til unga fólksins sem á erfiðara en áður að fá vinnu, til listamanna sem fótum hefur verið kippt undan eða einyrkja,“ sagði Þorgerður. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Segir tillögu um auðlindaákvæði auka líkur á að sameign þjóðar verði séreign fárra Hún sagði allt samræmi vanta á milli sóttvarnaráðstafana og efnahagsráðstafana. Verði stóru skrefin ekki tekin strax sé ríkisstjórnin að „bjóða þjóðinni upp á langvarandi kreppu.“ „Þótt ríkisstjórnin telji það lögmál að vera alltaf einu skrefi á eftir veirunni þá þarf það ekki að vera svo,“ sagði Þorgerður. „Veikleikar stjórnarinnar, sem reist var á þeirri einu hugsun að halda hlutum óbreyttum, verða augljósir þegar óvæntar aðstæður og áskoranir koma upp.“ Þá fjallaði Þorgerður, líkt og fleiri, um stjórnarskrána og sagði hún stjórnarflokkana og Miðflokkinn hafa lofað útgerðinni að koma ákvæði án tímabindingar veiðiréttar í gegn. „Tillagan sem nú liggur fyrir er merkingarlaus. Breytir engu. Hún tryggir ekki þjóðareignina. Ef eitthvað er eykur hún líkur á að sameign þjóðar verði séreign fárra. Við því verður að spyrna,“ sagði Þorgerður.
Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07 Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07
Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26
Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51