Barcelona hafði betur gegn Bayern í baráttunni um bandaríska bakvörðinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 19:16 Nýjasti leikmaður Börsunga kemur frá Ajax en er Bandaríkjamaður. EPA-EFE/GERMAN PARGA Spænska stórveldið Barcelona staðfesti á samfélagsmiðlum sínum í dag að félagið hefði fest kaup á unga bakverðinum Sergiño Dest. Leikmaðurinn hefur verið mjög eftirsóttur og var til að mynda einnig orðaður við Bayern München. First Barça workout for @sergino_dest! pic.twitter.com/4fl4Pd4mHC— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 1, 2020 Hinn 19 ára gamli Dest er frá Bandaríkjunum og hefur leikið þrjá A-landsleiki en hefur verið í herbúðum Ajax frá árinu 2012. Hann leikur nær eingöngu í stöðu hægri bakvarðar og var síðasta tímabil hans fyrsta í aðalliði Ajax. Kaupverðið hljóðar upp á 21 milljón evra, þá gætu fimm milljónir evra til viðbótar bæst við ef Dest nær ákveðnum árangri í treyju Barcelona. Skrifaði hann undir fimm ára samning við Börsunga. New dream, new team. Força Barça! @FCBarcelona #SD2 pic.twitter.com/Sa2LZFVcwn— Sergiño Dest (@sergino_dest) October 1, 2020 Nýráðinn þjálfari Barcelona – Hollendingurinn Ronald Koeman – vildi ólmur fá Dest í raðir félagsins og tókst það loks í dag. Þá reyndi Koeman einnig að sannfæra leikmanninn um að velja Holland frekar en Bandaríkin er hann var landsliðsþjálfari Hollands. Börsungar seldu Nélson Semedo á dögunum til Wolves. Semedo er portúgalskur hægri bakvörður og á Dest einfaldlega að fylla upp í skarðið sem sala hans skyldi eftir sig. Sergi Roberto leikur í stöðu hægri bakvarðar í kvöld er Barcelona heimsækir Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Spænska stórveldið Barcelona staðfesti á samfélagsmiðlum sínum í dag að félagið hefði fest kaup á unga bakverðinum Sergiño Dest. Leikmaðurinn hefur verið mjög eftirsóttur og var til að mynda einnig orðaður við Bayern München. First Barça workout for @sergino_dest! pic.twitter.com/4fl4Pd4mHC— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 1, 2020 Hinn 19 ára gamli Dest er frá Bandaríkjunum og hefur leikið þrjá A-landsleiki en hefur verið í herbúðum Ajax frá árinu 2012. Hann leikur nær eingöngu í stöðu hægri bakvarðar og var síðasta tímabil hans fyrsta í aðalliði Ajax. Kaupverðið hljóðar upp á 21 milljón evra, þá gætu fimm milljónir evra til viðbótar bæst við ef Dest nær ákveðnum árangri í treyju Barcelona. Skrifaði hann undir fimm ára samning við Börsunga. New dream, new team. Força Barça! @FCBarcelona #SD2 pic.twitter.com/Sa2LZFVcwn— Sergiño Dest (@sergino_dest) October 1, 2020 Nýráðinn þjálfari Barcelona – Hollendingurinn Ronald Koeman – vildi ólmur fá Dest í raðir félagsins og tókst það loks í dag. Þá reyndi Koeman einnig að sannfæra leikmanninn um að velja Holland frekar en Bandaríkin er hann var landsliðsþjálfari Hollands. Börsungar seldu Nélson Semedo á dögunum til Wolves. Semedo er portúgalskur hægri bakvörður og á Dest einfaldlega að fylla upp í skarðið sem sala hans skyldi eftir sig. Sergi Roberto leikur í stöðu hægri bakvarðar í kvöld er Barcelona heimsækir Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira