Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2020 08:04 Neanderdalsmaðurinn er hér til sýnis á Náttúruminjasafninu í London. Arfur frá honum er talinn geta aukið líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af Covid-19. Getty/Mike Kemp Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birt var í vísindatímaritinu Nature í vikunni og fjallað er um á vef Guardian benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. Um er að ræða genaklasa frá því fyrir meira en 50 þúsund árum og bera 16% Evrópubúa og helmingur Suður-Asíubúa þessi gen í dag. Rannsóknin náði til 3.199 einstaklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Tengslin á milli alvarlegra veikinda og fyrrnefnds genaklasa komu í ljós þegar vísindamenn í Svíþjóð og Þýskalandi báru saman erfðaefni (DNA) úr mjög veikum sjúklingum við erfðaefni úr neanderdalsmanninum og denisovamanninum. Erfðaefnið sem gerir það líklegra en ella að fólk veikist alvarlegar af Covid-19 svipaði mjög til erfðaefnis sem tekið var úr neanderdalsmanni sem rakinn er til landsvæðisins sem nú er Króatía. „Ég datt næstum því úr stólnum mínum því þessi hluti erfðaefnisins var nákvæmlega sá sami og í erfðamengi neanderdalsmannsins,“ segir Hugo Zeberg, vísindamaður við Karolinska Institute í Stokkhólmi og einn þeirra sem kom að rannsókninni, í viðtali við Guardian. Zeberg og meðhöfundi hans í rannsókninni, Svante Pääbo, forstöðumaður Max Planck Institute of Evolutionary Anthropology í Leipzig, grunar að þessi genaklasi neanderdalsmannsins hafi varðveist í nútímamanninum vegna þess að eitt sinn komu þau sér vel, mögulega í baráttunni við annars konar sýkingar. Það sé ekki fyrr en nú, þegar ný sýking lítur dagsins ljós, sem ókostur genaklasans komi í ljós. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um rannsóknina er óljóst hvernig genaklasinn geti aukið líkurnar á því að veikjast alvarlega af Covid-19. Vitað er að eitt genið hefur með ónæmissvar líkamans að gera og annað gen tengist því hvernig veirur brjóta sér leið inn í frumur mannsins. „Við erum að reyna að negla niður hvað gen er í aðalhlutverki hérna eða hvort það eru nokkur gen í aðalhlutverki en í hreinskilni sagt vitum við ekki hver þau eru með tilliti til Covid-19,“ segir Zeberg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Þýskaland Vísindi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birt var í vísindatímaritinu Nature í vikunni og fjallað er um á vef Guardian benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. Um er að ræða genaklasa frá því fyrir meira en 50 þúsund árum og bera 16% Evrópubúa og helmingur Suður-Asíubúa þessi gen í dag. Rannsóknin náði til 3.199 einstaklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Tengslin á milli alvarlegra veikinda og fyrrnefnds genaklasa komu í ljós þegar vísindamenn í Svíþjóð og Þýskalandi báru saman erfðaefni (DNA) úr mjög veikum sjúklingum við erfðaefni úr neanderdalsmanninum og denisovamanninum. Erfðaefnið sem gerir það líklegra en ella að fólk veikist alvarlegar af Covid-19 svipaði mjög til erfðaefnis sem tekið var úr neanderdalsmanni sem rakinn er til landsvæðisins sem nú er Króatía. „Ég datt næstum því úr stólnum mínum því þessi hluti erfðaefnisins var nákvæmlega sá sami og í erfðamengi neanderdalsmannsins,“ segir Hugo Zeberg, vísindamaður við Karolinska Institute í Stokkhólmi og einn þeirra sem kom að rannsókninni, í viðtali við Guardian. Zeberg og meðhöfundi hans í rannsókninni, Svante Pääbo, forstöðumaður Max Planck Institute of Evolutionary Anthropology í Leipzig, grunar að þessi genaklasi neanderdalsmannsins hafi varðveist í nútímamanninum vegna þess að eitt sinn komu þau sér vel, mögulega í baráttunni við annars konar sýkingar. Það sé ekki fyrr en nú, þegar ný sýking lítur dagsins ljós, sem ókostur genaklasans komi í ljós. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um rannsóknina er óljóst hvernig genaklasinn geti aukið líkurnar á því að veikjast alvarlega af Covid-19. Vitað er að eitt genið hefur með ónæmissvar líkamans að gera og annað gen tengist því hvernig veirur brjóta sér leið inn í frumur mannsins. „Við erum að reyna að negla niður hvað gen er í aðalhlutverki hérna eða hvort það eru nokkur gen í aðalhlutverki en í hreinskilni sagt vitum við ekki hver þau eru með tilliti til Covid-19,“ segir Zeberg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Þýskaland Vísindi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira