Innlent

Kórónuveirusmit á ritstjórn Morgunblaðsins

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Starfsmaður á ritstjórn Morgunblaðsins og mbl.is hefur greinst smitaður af covid-19.
Starfsmaður á ritstjórn Morgunblaðsins og mbl.is hefur greinst smitaður af covid-19. Vísir/Egill

Starfsmaður Árvakurs hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom smitið upp á ritstjórn Morgunblaðsins og mbl.is.

Starfsfólk mun hafa fengið sendan tölvupóst á sjöunda tímanum í kvöld þar sem greint er frá því að starfsmaðurinn hafi greinst með covid-19 og að gripið verði til viðeigandi ráðstafana.

 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tilfelli kórónuveirunnar kemur upp hjá ritstjórn fjölmiðils hérlendis en áður hafa til að mynda borist fréttir af tilfellum kórónuveirusmits á ritstjórnum Fréttablaðsins, DV og Ríkisútvarpinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.