Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 13:38 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Efling – stéttarfélag lýsir yfir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. Efling telur aðgerðirnar eingöngu styðja við atvinnurekendur og efnafólk, auk þess sem þær „láti undan óeðlilegum þrýstingi þeirra og hlunnfara vinnandi fólk“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Eflingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag átta atriða aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að tryggja frið á vinnumarkaði. Á meðal aðgerðanna er framlenging á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna út árið 2021 og þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til ársloka 2021. „Svo virðist sem ríkisstjórnin hyggist láta þjóðarskömm íslensks vinnumarkaðar, refsilausan launaþjófnað atvinnurekenda, viðgangast til frambúðar,“ segir Efling í yfirlýsingu sinni. Nýtt loforð ríkisstjórnarinnar um „skattaafslátt til stórefnafólks sem stendur í hlutabréfakaupum“ vekur jafnframt furðu Eflingar. Þar er vísað til aðgerðar undir yfirskriftinni „Skattaívilnanir til fjárfestinga“, sem ríkisstjórnin segir að hafi það að markmiði að hvetja fyrirtæki til fjárfestinga sem m.a. er ætlað að efla nýsköpun. Einnig verði skoðaðar leiðir til að hvetja til þátttöku almennings í atvinnulífinu með kaupum á hlutabréfum. „Sú aðgerð gengur þvert á markmið skattkerfisbreytinga sem lofað var í tengslum við lífskjarasamninganna. Þeim breytingum var ætlað að leiðrétta „stóru skattatilfærslu“ síðustu áratuga frá hálauna- og stóreignafólki yfir á herðar láglaunafólks. Efling harmar að sjá ríkisstjórnina vinna þannig gegn réttlátara skattkerfi,“ segir Efling í yfirlýsingu. Þá sé hvergi komið til móts við tillögur verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir í þágu launþega á krepputímum. Dæmi um það sé hækkun grunnatvinnuleysisbóta. „Ríkisstjórnin hefur látið Samtök atvinnulífsins beita sig hótunum um uppsögn kjarasamninga, hótun sem aldrei var innistæða fyrir. Fjöldi fyrirtækja um allt land eru í ágætum rekstri og ekki á þeim buxum að hefja ófrið um allan vinnumarkaðinn. Í stað þess að halda sjálfsvirðingu sinni og verja hagsmuni almennings lætur ríkisstjórnin neyða sig til að ausa enn meira fé úr sjóðum hins opinbera til efnafólks og stöndugra fyrirtækja,“ segir í yfirlýsingu Eflingar, sem nálgast má í heild hér. Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Efling – stéttarfélag lýsir yfir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. Efling telur aðgerðirnar eingöngu styðja við atvinnurekendur og efnafólk, auk þess sem þær „láti undan óeðlilegum þrýstingi þeirra og hlunnfara vinnandi fólk“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Eflingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag átta atriða aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að tryggja frið á vinnumarkaði. Á meðal aðgerðanna er framlenging á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna út árið 2021 og þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til ársloka 2021. „Svo virðist sem ríkisstjórnin hyggist láta þjóðarskömm íslensks vinnumarkaðar, refsilausan launaþjófnað atvinnurekenda, viðgangast til frambúðar,“ segir Efling í yfirlýsingu sinni. Nýtt loforð ríkisstjórnarinnar um „skattaafslátt til stórefnafólks sem stendur í hlutabréfakaupum“ vekur jafnframt furðu Eflingar. Þar er vísað til aðgerðar undir yfirskriftinni „Skattaívilnanir til fjárfestinga“, sem ríkisstjórnin segir að hafi það að markmiði að hvetja fyrirtæki til fjárfestinga sem m.a. er ætlað að efla nýsköpun. Einnig verði skoðaðar leiðir til að hvetja til þátttöku almennings í atvinnulífinu með kaupum á hlutabréfum. „Sú aðgerð gengur þvert á markmið skattkerfisbreytinga sem lofað var í tengslum við lífskjarasamninganna. Þeim breytingum var ætlað að leiðrétta „stóru skattatilfærslu“ síðustu áratuga frá hálauna- og stóreignafólki yfir á herðar láglaunafólks. Efling harmar að sjá ríkisstjórnina vinna þannig gegn réttlátara skattkerfi,“ segir Efling í yfirlýsingu. Þá sé hvergi komið til móts við tillögur verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir í þágu launþega á krepputímum. Dæmi um það sé hækkun grunnatvinnuleysisbóta. „Ríkisstjórnin hefur látið Samtök atvinnulífsins beita sig hótunum um uppsögn kjarasamninga, hótun sem aldrei var innistæða fyrir. Fjöldi fyrirtækja um allt land eru í ágætum rekstri og ekki á þeim buxum að hefja ófrið um allan vinnumarkaðinn. Í stað þess að halda sjálfsvirðingu sinni og verja hagsmuni almennings lætur ríkisstjórnin neyða sig til að ausa enn meira fé úr sjóðum hins opinbera til efnafólks og stöndugra fyrirtækja,“ segir í yfirlýsingu Eflingar, sem nálgast má í heild hér.
Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20
Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49
Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22