Innlent

Tíu leik­skóla­börn í sótt­kví eftir smit í Flóanum

Atli Ísleifsson skrifar
Leikskólinn Krakkaborg er að finna í Þingborg í Flóahreppi.
Leikskólinn Krakkaborg er að finna í Þingborg í Flóahreppi. Flóahreppur

Tíu nemendur á elstu deild leikskólans Krakkaborgar í Flóahreppi eru nú í sóttkví vegna samskipta við smitaðan einstakling síðastliðinn fimmtudag.

Frá þessu segir á vef Flóahrepps. Þar segir að brugðist hafi verið við aðstæðum eins og fyrirmæli sóttvarnarlæknis segi fyrir um. 

„Sýnataka er áætluð á fimmtudag. Niðurstaða sýnatöku mun liggja fyrir í lok vikunnar.

Ástæða er til að fara varlega og halda uppi mjög öflugum sóttvörnum, passa upp á fjarlægðarmörk, nota grímu sé þess þörf, huga að handþvotti og spritta snertifleti,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.