Dómsdagsspár vegna Afríku og Covid-19 rættust ekki Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2020 09:59 Lang flest staðfest smit hafa greinst í Suður-Afríku. Þar hafa líka flestir dáið. AP/Themba Vísindamenn velta nú vöngum yfir því af hverju Afríka virðist hafa sloppið svo vel frá heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Sérfræðingar höfðu sérstakar áhyggjur af heimsálfunni í upphafi faraldursins og vöruðu yfirvöld Afríkuríkja við og sögðu þau að búa sig undir það versta. Óttast var að heilbrigðiskerfi jafnvel ríkustu Afríkuríkja hefðu ekki burði til að takast á við umfangsmikinn faraldur, skima fyrir veirunni og í heimsálfunni er mikið um þéttbýl fátækrahverfi. Til marks um áhyggjurnar spáði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því í apríl að 300 þúsund Afríkubúar gætu dáið á árinu. Áður hafði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, lýst Afríku sem púðurtunnu og sagði að yfirvöld heimsálfunnar þyrftu að búa sig undir það versta. Dómsdagsspár þessar rættust ekki og vísindamenn skilja ekki af hverju. Samkvæmt Reuters þykir víst að bæði smitaðir og dánir séu mun fleiri en opinberar tölur segja til um. Skimun er til að mynda mun minni en víðast hvar annarsstaðar. BBC sagði frá því um helgina að faraldurinn í Afríku virtist þegar hafa náð hámarki. Fjöldi nýsmitaðra á degi hverjum hefur verið að lækka í tvo mánuði, þó þeim hafi haldið áfram að fjölga í einhverjum ríkjum. Samkvæmt tölum WHO hafa alls 1,4 milljónir smitast í Afríku og 35 þúsund dáið. Langflestir, eða 671 þúsund, hafa greinst smitaðir í Suður-Afríku. Over 1.4 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 1.1 million recoveries & 35,000 deaths cumulatively.View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/V0fkK8dYTg pic.twitter.com/ccftxIGdZZ— WHO African Region (@WHOAFRO) September 28, 2020 Í Suður-Afríku dóu um 17 þúsund fleiri frá maí til júlí en gerðu á undanförnum árum að meðaltali. Aukningin er um 59 prósent og þykir það til marks um að mun fleiri eldri borgarar hafi dáið úr Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Þrátt fyrir það virðist heimsálfan hafa sloppið vel og er verið að skoða ýmsar ástæður, samkvæmt frétt Reuters. Heilt yfir eru íbúar Afríku ungir og þykir líklegt að það hafi hjálpað til. Þá teygði veiran anga sína til Afríku seinna en víðast hvar annarsstaðar og yfirvöld þar fengu tíma til að undirbúa sig. Vísindamenn eru einnig að kanna hvort að bóluefni við berklum, sem hafi verið gefið ungum íbúum Afríku hafi hjálpað til við að draga úr dánartíðni í Afríku. Önnur kenning snýr að því að aðrir faraldrar kórónuveira í Afríku hafi byggt upp varnir meðal íbúa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Vísindamenn velta nú vöngum yfir því af hverju Afríka virðist hafa sloppið svo vel frá heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Sérfræðingar höfðu sérstakar áhyggjur af heimsálfunni í upphafi faraldursins og vöruðu yfirvöld Afríkuríkja við og sögðu þau að búa sig undir það versta. Óttast var að heilbrigðiskerfi jafnvel ríkustu Afríkuríkja hefðu ekki burði til að takast á við umfangsmikinn faraldur, skima fyrir veirunni og í heimsálfunni er mikið um þéttbýl fátækrahverfi. Til marks um áhyggjurnar spáði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því í apríl að 300 þúsund Afríkubúar gætu dáið á árinu. Áður hafði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, lýst Afríku sem púðurtunnu og sagði að yfirvöld heimsálfunnar þyrftu að búa sig undir það versta. Dómsdagsspár þessar rættust ekki og vísindamenn skilja ekki af hverju. Samkvæmt Reuters þykir víst að bæði smitaðir og dánir séu mun fleiri en opinberar tölur segja til um. Skimun er til að mynda mun minni en víðast hvar annarsstaðar. BBC sagði frá því um helgina að faraldurinn í Afríku virtist þegar hafa náð hámarki. Fjöldi nýsmitaðra á degi hverjum hefur verið að lækka í tvo mánuði, þó þeim hafi haldið áfram að fjölga í einhverjum ríkjum. Samkvæmt tölum WHO hafa alls 1,4 milljónir smitast í Afríku og 35 þúsund dáið. Langflestir, eða 671 þúsund, hafa greinst smitaðir í Suður-Afríku. Over 1.4 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 1.1 million recoveries & 35,000 deaths cumulatively.View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/V0fkK8dYTg pic.twitter.com/ccftxIGdZZ— WHO African Region (@WHOAFRO) September 28, 2020 Í Suður-Afríku dóu um 17 þúsund fleiri frá maí til júlí en gerðu á undanförnum árum að meðaltali. Aukningin er um 59 prósent og þykir það til marks um að mun fleiri eldri borgarar hafi dáið úr Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Þrátt fyrir það virðist heimsálfan hafa sloppið vel og er verið að skoða ýmsar ástæður, samkvæmt frétt Reuters. Heilt yfir eru íbúar Afríku ungir og þykir líklegt að það hafi hjálpað til. Þá teygði veiran anga sína til Afríku seinna en víðast hvar annarsstaðar og yfirvöld þar fengu tíma til að undirbúa sig. Vísindamenn eru einnig að kanna hvort að bóluefni við berklum, sem hafi verið gefið ungum íbúum Afríku hafi hjálpað til við að draga úr dánartíðni í Afríku. Önnur kenning snýr að því að aðrir faraldrar kórónuveira í Afríku hafi byggt upp varnir meðal íbúa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37
Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52
Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35
Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31