Fótbolti

Kolbeinn kom inn af bekkum í dramatískum sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í leik við Östersund.
Kolbeinn Sigþórsson í leik við Östersund. VÍSIR/GETTY

AIK vann góðan sigur á Mjällby í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðin mættust á heimavelliAIK í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson lék síðustu 20 mínúturnar í leiknum en sigurmarkið kom á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Kolbeinn hóf leik kvöldsins á bekknum en AIK þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda til að tryggja sæti sitt í deildinni. Hann var þó kominn inn á þegar markið loks kom en það skoraði Nabil Baoui eftir sendingu frá Sebastian Larsson. 

Sá síðarnefndi er eflaust flestum kunnugur en hann lék um árabil í ensku úrvalsdeildinni með Sunderland og Hull City.

Lokatölur eins og áður sagði 1-0 og AIK er nú komið með 24 stig þegar 21 umferð er lokið. Er liðið þremur stigum frá umspilssæti og fimm stigum frá fallsæti. Þá á liðið einnig leik til góða á liðin fyrir neðan sig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.