Innlent

Ríkisstjórnin mætt á Bessastaði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ríkisstjórn Íslands ásamt forseta Íslands og Bryndísi Hlöðversdóttur ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu.
Ríkisstjórn Íslands ásamt forseta Íslands og Bryndísi Hlöðversdóttur ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm

Allir ellefu ráðherrar ríkisstjórnar Íslands voru mættir á Bessastaði klukkan þrjú í dag til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands. Um er að ræða reglubundin fund ríkisráðs í aðdraganda setningar Alþingis.

Alþingi verður sett á fimmtudaginn í 151. skipti. Þingsetning verður að deginum og stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og umræður um hana að kvöldi sama dags.

Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp 2021 og fyrri umræða um fjármálaáætlun verða aðalmál 2. viku þingsins og hefst umræðan mánudaginn 5. október.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×