Innlent

Boðað til ríkis­ráðs­fundar á Bessa­stöðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fundurinn hefst klukkan 15.
Fundurinn hefst klukkan 15. Vísir/Vilhelm

Boðað hefur verið til reglulegs fundar ríkisráðsfundar á Bessastöðum klukkan 15 í dag.

Alþingi verður sett á fimmtudaginn, 1. október. Um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, stefnuræðu sína og fara fram umræður um hana.

Samkvæmt starfsáætlun þingsins hefst fyrsta umræða um fjárlög þann 5. október og í sömu viku hefst fyrri umræða um fjármálaáætlun.

Ríkisráð er skipað ráðherrum og forseta Íslands sem jafnframt stýrir fundum þess.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×