Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Kristín Ólafsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. september 2020 12:54 Línuskipið Valdimar GK. Vísir/Vilhelm Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. Tveir skipverjanna eru orðnir talsvert veikir. Fjórtán skipverjar Valdimars greindust með kórónuveiruna í gær eftir að hafa farið í skimun við komu til lands í Njarðvík. Skipið hafði verið á rúmlega sólarhrings siglingu eftir að hafa verið við veiðar skammt frá Hornafirði. Þá fóru nokkrir skipverjar í land á Djúpavogi 22. september og eru tveir bæjarbúar nú í sóttkví vegna þess. Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri Þorbjarnar Hf sem gerir út Valdimar GK, segir í samtali við fréttastofu að á laugardag hafi verið orðið ljóst í hvað stefndi. „Á laugardaginn er niðurstaðan orðin sú að þetta er orðið að veruleika. Áhafnarmeðlimur sem hafði farið í frí í túrnum, var á leiðinni heim, hafði verið sendur í skimun og kom í ljós að hann var með jákvætt [sýni]. Það stressaði mann svolítið upp.“ Skipstjórinn hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um leið og hann tók eftir veikindum skipverjanna. Almannavarnir tóku þá yfir verkefnið og veittu leiðsögn. Skipið sigldi síðan til hafnar aðfaranótt sunnudags og allir skipverjar fóru í sýnatöku. Hrannar segir viðbrögð almannavarna til fyrirmyndar. „Við heyrðum það á skipstjóranum að honum var mjög létt þegar það kemur, að hann fær settar reglur um hvað hann á að gera og hvernig eigi að gera það,“ segir Hrannar. „Ég er rosalega ánægður með viðbrögð allra; landlæknis, Landhelgisgæslunnar, HSS, hvað þau eru öll fljót að bregðast við fyrir okkar hönd. Hvernig þau taka þetta að sér og leiða þetta áfram. Það er mjög gott að vera með þetta á bak við sig. Það eru allir tilbúnir að hjálpa eins og mögulegt er.“ Sex skipverjar á sóttvarnarheimili Þá segir Hrannar að skipverjarnir séu misveikir. Tveir þeirra séu talsvert veikari en aðrir en þó ekki alvarlega; þeir hafi misst lyktar- og bragðskyn og fengið beinverki. Sumir séu jafnframt enn alveg einkennalausir. „Eftir því sem mér skildist voru tveir sem voru verri en aðrir um borð. Það voru sex sem sýndu alveg augljós einkenni en allir eru smitaðir,“ segir Hrannar. Allir skipverjarnir eru nú komnir undir eftirlit heilbrigðisstarfsfólks. Sex eru í einangrun á sóttvarnarheimili en aðrir í einangrun heima hjá sér, að sögn Hrannars. „Þetta er samstillt og góð áhöfn sem þeir hafa verið og þeir passa vel upp á sig og sína. Og það sést augljóslega þarna hvað þeir gera þetta vel.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Erfiðar aðstæður Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að sýking um borð í skipi sé sérstaklega varhugarverð. „Þetta eru mjög erfiðar aðstæður og í sjálfu sér mjög lítið sem menn geta gert til að draga úr smithættu sín á milli. Þarna eru menn bara fastir við það að leysa það verkefni sem þeir eru í við að taka veiðafærin og taka aflann og koma sér síðan í land,“ segir Víðir. „Þetta eru lítil rými og margir snertifletir og ýmislegt sem eykur á smithættuna sem kemur síðan þessi niðurstaða í. Þarna gerðu menn allt sem þeir gátu til að reyna að forða smitum á milli manna. Þeir áttuðu sig alveg á því í hvaða aðstæðum þeir voru en það dugði bara ekki til í þessu og sýnir okkur bara enn og aftur hvað þessi veira er smitandi og lævís.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tveir í sóttkví á Djúpavogi eftir að skipverjar fóru í land Tveir eru nú í sóttkví á Djúpavogi eftir að nokkrir skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru í land í bænum þriðjudaginn 22. september. 28. september 2020 11:59 „Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00 Allir skipverjar Valdimars smitaðir Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 27. september 2020 21:10 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. Tveir skipverjanna eru orðnir talsvert veikir. Fjórtán skipverjar Valdimars greindust með kórónuveiruna í gær eftir að hafa farið í skimun við komu til lands í Njarðvík. Skipið hafði verið á rúmlega sólarhrings siglingu eftir að hafa verið við veiðar skammt frá Hornafirði. Þá fóru nokkrir skipverjar í land á Djúpavogi 22. september og eru tveir bæjarbúar nú í sóttkví vegna þess. Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri Þorbjarnar Hf sem gerir út Valdimar GK, segir í samtali við fréttastofu að á laugardag hafi verið orðið ljóst í hvað stefndi. „Á laugardaginn er niðurstaðan orðin sú að þetta er orðið að veruleika. Áhafnarmeðlimur sem hafði farið í frí í túrnum, var á leiðinni heim, hafði verið sendur í skimun og kom í ljós að hann var með jákvætt [sýni]. Það stressaði mann svolítið upp.“ Skipstjórinn hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um leið og hann tók eftir veikindum skipverjanna. Almannavarnir tóku þá yfir verkefnið og veittu leiðsögn. Skipið sigldi síðan til hafnar aðfaranótt sunnudags og allir skipverjar fóru í sýnatöku. Hrannar segir viðbrögð almannavarna til fyrirmyndar. „Við heyrðum það á skipstjóranum að honum var mjög létt þegar það kemur, að hann fær settar reglur um hvað hann á að gera og hvernig eigi að gera það,“ segir Hrannar. „Ég er rosalega ánægður með viðbrögð allra; landlæknis, Landhelgisgæslunnar, HSS, hvað þau eru öll fljót að bregðast við fyrir okkar hönd. Hvernig þau taka þetta að sér og leiða þetta áfram. Það er mjög gott að vera með þetta á bak við sig. Það eru allir tilbúnir að hjálpa eins og mögulegt er.“ Sex skipverjar á sóttvarnarheimili Þá segir Hrannar að skipverjarnir séu misveikir. Tveir þeirra séu talsvert veikari en aðrir en þó ekki alvarlega; þeir hafi misst lyktar- og bragðskyn og fengið beinverki. Sumir séu jafnframt enn alveg einkennalausir. „Eftir því sem mér skildist voru tveir sem voru verri en aðrir um borð. Það voru sex sem sýndu alveg augljós einkenni en allir eru smitaðir,“ segir Hrannar. Allir skipverjarnir eru nú komnir undir eftirlit heilbrigðisstarfsfólks. Sex eru í einangrun á sóttvarnarheimili en aðrir í einangrun heima hjá sér, að sögn Hrannars. „Þetta er samstillt og góð áhöfn sem þeir hafa verið og þeir passa vel upp á sig og sína. Og það sést augljóslega þarna hvað þeir gera þetta vel.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Erfiðar aðstæður Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að sýking um borð í skipi sé sérstaklega varhugarverð. „Þetta eru mjög erfiðar aðstæður og í sjálfu sér mjög lítið sem menn geta gert til að draga úr smithættu sín á milli. Þarna eru menn bara fastir við það að leysa það verkefni sem þeir eru í við að taka veiðafærin og taka aflann og koma sér síðan í land,“ segir Víðir. „Þetta eru lítil rými og margir snertifletir og ýmislegt sem eykur á smithættuna sem kemur síðan þessi niðurstaða í. Þarna gerðu menn allt sem þeir gátu til að reyna að forða smitum á milli manna. Þeir áttuðu sig alveg á því í hvaða aðstæðum þeir voru en það dugði bara ekki til í þessu og sýnir okkur bara enn og aftur hvað þessi veira er smitandi og lævís.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tveir í sóttkví á Djúpavogi eftir að skipverjar fóru í land Tveir eru nú í sóttkví á Djúpavogi eftir að nokkrir skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru í land í bænum þriðjudaginn 22. september. 28. september 2020 11:59 „Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00 Allir skipverjar Valdimars smitaðir Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 27. september 2020 21:10 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Tveir í sóttkví á Djúpavogi eftir að skipverjar fóru í land Tveir eru nú í sóttkví á Djúpavogi eftir að nokkrir skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru í land í bænum þriðjudaginn 22. september. 28. september 2020 11:59
„Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00
Allir skipverjar Valdimars smitaðir Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 27. september 2020 21:10