Innlent

Tveir í sóttkví á Djúpavogi eftir að skipverjar fóru í land

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Djúpavogi.
Frá Djúpavogi. Vísir/Vilhelm

Tveir eru nú í sóttkví á Djúpavogi eftir að nokkrir skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru í land í bænum þriðjudaginn 22. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Austurlandi.

Allir skipverjar Valdimars greindust með kórónuveiruna um helgina. Þeir greindust með veiruna eftir að hafa farið í skimun við komu til lands í Njarðvík en skipið hafði verið á rúmlega sólarhrings siglingu eftir að hafa verið við veiðar skammt frá Hornafirði

Fram kemur í tilkynningu lögreglu að um leið og smit greindist um borð í skipinu hafi smitrakning farið í gang á Djúpavogi. Líkt og áður segir eru tveir í bænum nú í sóttkví en hvorugur er með einkenni Covid-sýkingar.

Aðgerðastjórn á Austurlandi hvetur af þessum sökum íbúa á Djúpavogi til að gæta sérstaklega að smitvörnum næstu viku og vera vakandi fyrir einkennum. Verði einkenna vart eru íbúar hvattir til að halda sig heima og hringja í heilsugæsluna eða síma 1700 til að fá leiðbeiningar um þörf á sýnatöku. Minnt er á að veikindi geta komið fram allt að hálfum mánuði frá smiti.

„Miðað við tímann sem þegar hefur liðið án smits standa vonir til að ekkert smit hafi borist í land. Enn getur þó brugðið til beggja vona og mikilvægt að íbúar í sameiningu treysti varnirnar líkt og gert hefur verið til þessa,“ segir í tilkynningu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×