Innlent

Allir skip­verjar Valdimars smitaðir

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Valdimar GK við höfnina í Grindavík.
Valdimar GK við höfnina í Grindavík. Vísir/Vilhelm

Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Greindust þeir með veiruna eftir að hafa farið í skimun við komu til lands í Njarðvík en skipið hafði verið á rúmlega sólarhrings siglingu eftir að hafa verið við veiðar skammt frá Hornafirði. Viljinn greindi fyrst frá málinu. 

Samkvæmt frétt Víkurfrétta eru allir fjórtán skipverjarnir komnir í einangrun en enn liggur ekki fyrir hvernig þeir smituðust. Þetta er haft eftir Gunnari Tómassyni, framkvæmdastjóra Þorbjarnar hf., eiganda Valdimars.

Skipverjarnir eru mismikið veikir en fyrstu skipverjarnir fóru að finna fyrir veikindum fljótlega eftir að siglt var frá Djúpavogi þar sem skipið landaði síðast. Einn skipverjanna fór þar í land í skipulagt frí og reyndist hann einnig með Covid-19.

Gunnar sagði í samtali við Víkurfréttir að blessunarlega hafi skipið komist í land þrátt fyrir veikindi skipverjanna. Til hafði staðið að færa skipið í slipp efrir þennan túr og það hafi verið gert að sögn Gunnars. Skipið verður einnig sótthreinsað og aflanum landað úr skipinu í kjölfarið en veikindin munu líklega seinka því að skipið fari á veiðar að nýju.


Tengdar fréttir

Tuttugu bætast í hóp smitaðra á milli daga

Kórónuveirusmituðum fjölgaði um tuttugu manns í gær. Af þeim greindust fimm manns í sóttkví eða við handahófskennda skimun en fimmtán hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu. Fjórir eru nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.