Fótbolti

Markalaust í fyrsta leik Valdimars

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Valdimar Þór Ingimundarson með treyju Strömsgodset.
Valdimar Þór Ingimundarson með treyju Strömsgodset. mynd/godset.no

Valdimar Þór Ingimundarson lék sinn fyrsta leik fyrir Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni í kvöld eftir að hafa verið keyptur til félagsins frá Fylki á dögunum.

Valdimar var í byrjunarliði Strömsgodset gegn Sarpsborg en var skipt af velli í leikhléi. Þá var staðan 0-0 og reyndust það lokatölur leiksins.

Ari Leifsson sat allan tímann á varamannabekk Strömsgodset.

Á sama tíma lék Aron Sigurðarson 65 mínútur þegar lið hans, Union St.Gilloise, beið lægri hlut fyrir Molenbeek 3-1 í belgísku B-deildinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.