Segir ósanngjarnt að kenna frönsku ferðamönnunum um þriðju bylgjuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2020 17:36 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ósanngjarnt að kenna frönsku ferðamönnunum um þriðju bylgju faraldursins hér á landi. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það ekki rétt að tveir franskir ferðamenn, sem greindust með veiruna hér á landi um miðjan ágúst, beri ábyrgð á þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir landið. Fjöldi erlendra fréttastofa tóku upp frétt sem greindi frá því að til frönsku ferðamannanna tveggja mætti rekja meira en hundrað smit hér á Íslandi. Breskir og danskir miðlar hafa fjallað um málið og gjarnan vísað í frétt Vísis með viðtali við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, upplýsingastjóra almannavarna, við fyrirspurn Vísis sem greint var frá á þriðjudaginn var sagði að ferðamennirnir tveir hafi verið í húsnæði á eigin vegum á meðan á stuttri dvöl þeirra hér á landi stóð. Þegar fólkið hafi greinst með veiruna hafi málið verið unnið í samvinnu við það. Ferðamennirnir hafi vegna vankunnáttu ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta eftir komuna til landsins. Málið hafi verið „leyst með þeim“ þar til þeir fóru úr landi. Fólkið hafi hins vegar ekki brotið einangrun og ekki þótti ástæða til að beita sektum vegna þeirra afskipta sem lögregla hafði af því. Mais "l'hypothèse selon laquelle les touristes français auraient violé la quarantaine ne repose sur aucune preuve", souligne Kari Stefansson, le PDG de DeCODE Genetics, qui prête main forte aux autorités islandaises dans les tests de dépistage #AFP— Agence France-Presse (@afpfr) September 25, 2020 Kári Stefánsson, sagði í viðtali við frönsku fréttaveituna AFP í dag, að honum þyki ósanngjarnt að skella skuldinni á Frakkana tvo. „Sú kenning að þeir hafi rofið einangrun er ekki studd neinum gögnum,“ segir Kári í samtali við AFP. Þá segir hann hugsanlegt og jafnvel líklegra að aðrir sem voru um borð í sömu flugvél hafi verið sýktir en að veiran hjá þeim hafi ekki greinst við landamæraskimun. Fram kom í viðtali við Kára þann 17. september að fjórða afbrigði kórónuveirunnar hefði fundist í frönskum ferðamönnum. „Þetta afbrigði var í tveimur Frökkum sem komu til landsins 15. ágúst og lentu í einangrun hér,“ sagði Kári. Hann segir þó ósanngjarnt að skella skuldinni á ferðamennina frönsku. „Og ég mun ekki taka þátt í slíku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40 Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Þá má rekja um helming smitanna til skemmistaða. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. 21. september 2020 18:31 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það ekki rétt að tveir franskir ferðamenn, sem greindust með veiruna hér á landi um miðjan ágúst, beri ábyrgð á þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir landið. Fjöldi erlendra fréttastofa tóku upp frétt sem greindi frá því að til frönsku ferðamannanna tveggja mætti rekja meira en hundrað smit hér á Íslandi. Breskir og danskir miðlar hafa fjallað um málið og gjarnan vísað í frétt Vísis með viðtali við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, upplýsingastjóra almannavarna, við fyrirspurn Vísis sem greint var frá á þriðjudaginn var sagði að ferðamennirnir tveir hafi verið í húsnæði á eigin vegum á meðan á stuttri dvöl þeirra hér á landi stóð. Þegar fólkið hafi greinst með veiruna hafi málið verið unnið í samvinnu við það. Ferðamennirnir hafi vegna vankunnáttu ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta eftir komuna til landsins. Málið hafi verið „leyst með þeim“ þar til þeir fóru úr landi. Fólkið hafi hins vegar ekki brotið einangrun og ekki þótti ástæða til að beita sektum vegna þeirra afskipta sem lögregla hafði af því. Mais "l'hypothèse selon laquelle les touristes français auraient violé la quarantaine ne repose sur aucune preuve", souligne Kari Stefansson, le PDG de DeCODE Genetics, qui prête main forte aux autorités islandaises dans les tests de dépistage #AFP— Agence France-Presse (@afpfr) September 25, 2020 Kári Stefánsson, sagði í viðtali við frönsku fréttaveituna AFP í dag, að honum þyki ósanngjarnt að skella skuldinni á Frakkana tvo. „Sú kenning að þeir hafi rofið einangrun er ekki studd neinum gögnum,“ segir Kári í samtali við AFP. Þá segir hann hugsanlegt og jafnvel líklegra að aðrir sem voru um borð í sömu flugvél hafi verið sýktir en að veiran hjá þeim hafi ekki greinst við landamæraskimun. Fram kom í viðtali við Kára þann 17. september að fjórða afbrigði kórónuveirunnar hefði fundist í frönskum ferðamönnum. „Þetta afbrigði var í tveimur Frökkum sem komu til landsins 15. ágúst og lentu í einangrun hér,“ sagði Kári. Hann segir þó ósanngjarnt að skella skuldinni á ferðamennina frönsku. „Og ég mun ekki taka þátt í slíku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40 Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Þá má rekja um helming smitanna til skemmistaða. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. 21. september 2020 18:31 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52
Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40
Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Þá má rekja um helming smitanna til skemmistaða. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. 21. september 2020 18:31