„Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 21:52 Beðið eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. Vísir/Vilhelm Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Verkefnastjóri sýnatöku segir að grettistaki hafi verið lyft í dag en býst við því að hægist um á morgun. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sér um sýnatöku fyrir þá sem eru með einkenni Covid-19, auk seinni landamæraskimunar og skimunar í sóttkví. Agnar Darri Sverrisson verkefnastjóri sýnatöku hjá heilsugæslunni segir í samtali við Vísi að fyrra sýnatökumetið hafi verið rækilega slegið í dag. „Við tókum 3.009 sýni í dag og erum að fara um 50 prósent upp. Það mesta sem við höfum tekið áður var 2.100,“ segir Agnar. Hann segir að sýnatakan á Suðurlandsbraut 34 hafi gengið afar vel í dag. Um 20 starfsmenn voru á vakt á hverjum tíma frá átta í morgun til um átta í kvöld. „Við náðum okkar markmiði. Okkar eina markmið var að allir sem þyrftu kæmust að og að menn þyrftu að bíða lítið. Þetta gekk rosalega smurt, nánast engar raðir. Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við,“ segir Agnar. Hann segir að það sé tilfinning þeirra sem sjá um sýnatökurnar að búið sé að ná utan um þær sýkingar sem rekja má til öldurhúsa í miðbænum og verið hafa áberandi síðustu daga. Það líti þannig út fyrir að ekki þurfi að vinna fram eftir við sýnatöku á morgun og næstu daga, líkt og gert var í dag. „Heldur getum við komið öllum inn á þessum venjulega tíma, átta til fjögur. En það er eins og staðan er núna. Auðvitað kemur það í ljós á morgun, þetta gæti breyst,“ segir Agnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forsætisráðherra ekki með veiruna Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. 22. september 2020 18:07 Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi Gangi allt eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 22. september 2020 17:44 Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Verkefnastjóri sýnatöku segir að grettistaki hafi verið lyft í dag en býst við því að hægist um á morgun. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sér um sýnatöku fyrir þá sem eru með einkenni Covid-19, auk seinni landamæraskimunar og skimunar í sóttkví. Agnar Darri Sverrisson verkefnastjóri sýnatöku hjá heilsugæslunni segir í samtali við Vísi að fyrra sýnatökumetið hafi verið rækilega slegið í dag. „Við tókum 3.009 sýni í dag og erum að fara um 50 prósent upp. Það mesta sem við höfum tekið áður var 2.100,“ segir Agnar. Hann segir að sýnatakan á Suðurlandsbraut 34 hafi gengið afar vel í dag. Um 20 starfsmenn voru á vakt á hverjum tíma frá átta í morgun til um átta í kvöld. „Við náðum okkar markmiði. Okkar eina markmið var að allir sem þyrftu kæmust að og að menn þyrftu að bíða lítið. Þetta gekk rosalega smurt, nánast engar raðir. Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við,“ segir Agnar. Hann segir að það sé tilfinning þeirra sem sjá um sýnatökurnar að búið sé að ná utan um þær sýkingar sem rekja má til öldurhúsa í miðbænum og verið hafa áberandi síðustu daga. Það líti þannig út fyrir að ekki þurfi að vinna fram eftir við sýnatöku á morgun og næstu daga, líkt og gert var í dag. „Heldur getum við komið öllum inn á þessum venjulega tíma, átta til fjögur. En það er eins og staðan er núna. Auðvitað kemur það í ljós á morgun, þetta gæti breyst,“ segir Agnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forsætisráðherra ekki með veiruna Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. 22. september 2020 18:07 Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi Gangi allt eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 22. september 2020 17:44 Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Forsætisráðherra ekki með veiruna Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. 22. september 2020 18:07
Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi Gangi allt eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 22. september 2020 17:44
Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40