Enski boltinn

Vonar að United kaupi ekki Sancho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óvíst er hvar Sancho spilar á komandi tímabili.
Óvíst er hvar Sancho spilar á komandi tímabili. vísir/getty

Micah Richards, fyrrum varnarmaður Manchester City og nú sparkspekingur, vonast til þess að Manchester United kaupi ekki vængmanninn Jadon Sancho.

Sancho hefur þrálátlega verið orðaður við United í sumar en hann er á mála hjá Dortmund eftir að hafa komið upp í gegnum akademíu Man. City.

Talið er að Sancho geti kostað hátt í hundrað milljónir punda og Richards veit ekki hvort að það væri hollt fyrir þennan tvítuga dreng að skipta fyrir svo mikinn pening.

„Jadon Sancho er áfram orðaður við Manchester United og þeir vilja fá hann áður en glugginn lokar. Ég vona að þeir geri það ekki,“ byrjaði pistill Richards á Daily Mail.

„Sancho til Old Trafford myndi vera í öllum fyrirsögunum en það væri einnig dýrustu kaupin. Fjármagnið í þessum samningi myndi setja mikla pressu á alla, ekki síst hinn tvítuga sem er langt frá því að vera fullþroskaður.“

„Ekki misskilja mig. Mér finnst Sancho vera magnaður. Ég hef fylgst með honum frá því að Joleon Lescott sagði við mig að það væri fimmtán ára drengur í akademínunni hjá Man. City sem væri einn besti krakki sem hann hefur séð á þessum aldri.“

„Hann er rosalega spennandi og einn daginn mun hann hann fljúga úr hreiðrinu en ef þú setur einhvern í rangt umhverfi geturðu eyðilagt hann.“

„Eru þeir að gera þetta bara til þess að gera stuðningsmennina glaða? Spurningin er hvort að þeir séu bara að kaupa hann eða hvort að þeir séu með gott plan.“

„Það sem vekur athygli mína við United er að þeir virðast vera kaupa leikmenn sem engir aðrir virðist vera að bjóða í, eins og Donny van Beek, og það er ekki góð staða sem félag að vera í,“ sagði Richards en allan pistil hans má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×