Enski boltinn

Von­svikinn en ekki hissa að starfs­maður Fleetwood hafi ekki verið dæmdur í bann fyrir fitu­for­dóma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Adebayo Akinfenwa er skrautlegur karakter.
Adebayo Akinfenwa er skrautlegur karakter. vísir/getty

Adebayo Akinfenwa, hinn vöðvamikli framherji Wycombe, vandar ekki enska knattspyrnusambandinu kveðjurnar í nýju myndbandi á samfélagsmiðlum sínum.

Akinfenwa kvartaði undan framkomu starfsmanns Fleetwood er liðin mættust í umspili í League One á síðustu leiktíð.

Einn starfsmaður Fleetwood á að hafa kallað ítrekað á Akinfenewa að hann væri feitur vatnavísundur (e. fat water buffalo).

Eftir skoðun enska knattspyrnusambandsins var ákveðið að aðhafast ekki frekar í málinu.

„Allir sem fylgja mér á samfélagsmiðlum vita að ég nota samfélagsmiðla til þess að bjóða upp á létt efni og jákvætt en mér finnst eins og þetta þurfi þessa athygli núna,“ sagði Akinfenwa.

„Ég hef nú fengið niðurstöðuna frá enska knattspyrnusambandinu. Er ég vonsvikinn? Já. Er ég hissa? Nei,“ sagði Akinfenwa áður en hann hélt áfram.

Alla færsluna má m.a. sjá á vef Daily Mail.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.