Notar reynslu sína af fyrirmyndarskimun Íslendinga til að gagnrýna ríkisstjórn Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 08:36 Roxane Gay er einkum þekkt fyrir ritstörf sín. Vísir/getty Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir kórónuveiruskimun Íslendinga við landamærin og aðrar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda til fyrirmyndar í samanburði við það sem viðhaft er í Bandaríkjunum. Gay, sem kveðst stödd á Íslandi, notar samanburðinn til að gagnrýna viðbrögð Bandaríkjastjórnar við faraldrinum. Gay er þekkt víða um heim fyrir bækur sínar, sem einkum snúast um femínisma, útlitsdýrkun og líkamsvirðingu. Þekktustu rit hennar eru ritgerðasafnið Bad Feminist, smásagnasafnið Difficult Women og sjálfsævisagan Hunger. Gay kom til Íslands nú í vikunni og virðist enn stödd hér á landi ef marka má færslur hennar á Twitter, hvar fylgja henni nær átta hundruð þúsund manns. „Það fyrsta sem ég hugsaði við lendingu í Keflavík var að ég yrði að minnsta kosti ekki myrt af lögreglumanni næstu tíu dagana. Þetta er hugarástandið sem ég er í núna,“ skrifaði Gay í fyrradag. Þar vísar hún til ástandsins í Bandaríkjunum síðustu mánuði, þar sem lögregla hefur víða gengið hart fram gegn almennum borgurum sem safnast hafa saman til að mótmæla lögregluofbeldi gegn svörtum. Gay á rætur að rekja til Haítí og er sjálf svört. My first thought upon landing in Keflavik was, at least I won’t be killed by a cop for the next 10 days. That’s where my head is at.— roxane gay (@rgay) September 23, 2020 Þá tekur Gay reynslu sína af landamæraskimun til umfjöllunar á Twitter í gær. „Þegar maður kemur til Íslands fer maður í sýnatöku fyrir Covid, fimm daga sóttkví og svo aðra sýnatöku. Maður hleður niður smáforriti sem segir þér hvaða upplýsingar það vill og af hverju (smitrakning). Við fengum fyrstu niðurstöður okkar eftir sextán klukkutíma. Það að leyfa 201 þúsund manns að deyja er meðvituð ákvörðun,“ skrifar Gay. Upon arrival in Iceland, you take a COVID test, quarantine for 5 days then take another test. There is an app to download, that discloses what information it wants and why (contact tracing). We got our first results in 16 hours. To let 201,000 people die is a choice.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 „Ég er ekki að reyna að segja að það sé til fyrirmyndarríki. Það er ekki til. Það sem ég er að benda á er að það er hægt að heyja baráttu við faraldurinn. Það eru til kerfi í löndum í Evrópu, Asíu og Afríku. Þessi lönd sitja ekki á vitneskju sinni. Bandaríkin hafa einfaldlega ákveðið að hafna vitneskju, vísindum og heilbrigðri skynsemi af pólitískum ástæðum. Það er sannarlega svívirðilegt.“ And the point is not that there is a utopia out there. There isn’t. The point is that there is a way to combat the pandemic. There are models in countries across Europe, Asia and Africa. These countries tries aren’t hoarding their knowledge.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 The US has simply decided to refute knowledge, science, and common sense for political reasons. It is truly outrageous.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 Gay er yfirlýstur andstæðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er greinilega afar óánægð með viðbrögð ríkisstjórnar hans við faraldrinum. Trump-stjórnin hefur enda verið gagnrýnd harðlega fyrir að grípa seint og illa til aðgerða gegn veirunni. Langflest tilfelli veirunnar á heimsvísu, eða tæpar sjö milljónir, hafa greinst í Bandaríkjunum og þar hafa jafnframt langflestir látist úr Covid, eða rúmlega 200 þúsund, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla. Íslandsvinir Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir kórónuveiruskimun Íslendinga við landamærin og aðrar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda til fyrirmyndar í samanburði við það sem viðhaft er í Bandaríkjunum. Gay, sem kveðst stödd á Íslandi, notar samanburðinn til að gagnrýna viðbrögð Bandaríkjastjórnar við faraldrinum. Gay er þekkt víða um heim fyrir bækur sínar, sem einkum snúast um femínisma, útlitsdýrkun og líkamsvirðingu. Þekktustu rit hennar eru ritgerðasafnið Bad Feminist, smásagnasafnið Difficult Women og sjálfsævisagan Hunger. Gay kom til Íslands nú í vikunni og virðist enn stödd hér á landi ef marka má færslur hennar á Twitter, hvar fylgja henni nær átta hundruð þúsund manns. „Það fyrsta sem ég hugsaði við lendingu í Keflavík var að ég yrði að minnsta kosti ekki myrt af lögreglumanni næstu tíu dagana. Þetta er hugarástandið sem ég er í núna,“ skrifaði Gay í fyrradag. Þar vísar hún til ástandsins í Bandaríkjunum síðustu mánuði, þar sem lögregla hefur víða gengið hart fram gegn almennum borgurum sem safnast hafa saman til að mótmæla lögregluofbeldi gegn svörtum. Gay á rætur að rekja til Haítí og er sjálf svört. My first thought upon landing in Keflavik was, at least I won’t be killed by a cop for the next 10 days. That’s where my head is at.— roxane gay (@rgay) September 23, 2020 Þá tekur Gay reynslu sína af landamæraskimun til umfjöllunar á Twitter í gær. „Þegar maður kemur til Íslands fer maður í sýnatöku fyrir Covid, fimm daga sóttkví og svo aðra sýnatöku. Maður hleður niður smáforriti sem segir þér hvaða upplýsingar það vill og af hverju (smitrakning). Við fengum fyrstu niðurstöður okkar eftir sextán klukkutíma. Það að leyfa 201 þúsund manns að deyja er meðvituð ákvörðun,“ skrifar Gay. Upon arrival in Iceland, you take a COVID test, quarantine for 5 days then take another test. There is an app to download, that discloses what information it wants and why (contact tracing). We got our first results in 16 hours. To let 201,000 people die is a choice.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 „Ég er ekki að reyna að segja að það sé til fyrirmyndarríki. Það er ekki til. Það sem ég er að benda á er að það er hægt að heyja baráttu við faraldurinn. Það eru til kerfi í löndum í Evrópu, Asíu og Afríku. Þessi lönd sitja ekki á vitneskju sinni. Bandaríkin hafa einfaldlega ákveðið að hafna vitneskju, vísindum og heilbrigðri skynsemi af pólitískum ástæðum. Það er sannarlega svívirðilegt.“ And the point is not that there is a utopia out there. There isn’t. The point is that there is a way to combat the pandemic. There are models in countries across Europe, Asia and Africa. These countries tries aren’t hoarding their knowledge.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 The US has simply decided to refute knowledge, science, and common sense for political reasons. It is truly outrageous.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 Gay er yfirlýstur andstæðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er greinilega afar óánægð með viðbrögð ríkisstjórnar hans við faraldrinum. Trump-stjórnin hefur enda verið gagnrýnd harðlega fyrir að grípa seint og illa til aðgerða gegn veirunni. Langflest tilfelli veirunnar á heimsvísu, eða tæpar sjö milljónir, hafa greinst í Bandaríkjunum og þar hafa jafnframt langflestir látist úr Covid, eða rúmlega 200 þúsund, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla.
Íslandsvinir Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent