Fótbolti

De Boer tekur við Hollandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frank de Boer er tekinn við hollenska landsliðinu.
Frank de Boer er tekinn við hollenska landsliðinu. vísir/getty

Frank De Boer er nýr þjálfari hollenska landsliðsins í knattspyrnu og tekur hann við af Ronald Koeman.

Koeman tók við Barcelona í sumar en Koeman spilaði einnig með Börsungum á sínum tíma. Því þurfti hollenska sambandið að finna nýjan stjóra.

Þeir ákváðu að ráða De Boer sem hefur verið allt annað en sigursæll á sínum þjálfaraferli, sérstaklega fyrir utan Hollands.

Hann stýrði Ajax á árunum 2010 til 2016 með ágætis árangri en síðan tóku við erfiðir tímar hjá Inter Milan, Crystal Palcae og Atlanta United.

Nú er hann hins vegar mættur og tekinn við hollenska landsliðinu en hann lék sjálfur 112 landsleiki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.