Íslenski boltinn

Kór­drengir höfðu betur í toppslagnum | Rosa­leg spenna um annað sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kórdrengir fagna marki fyrr í sumar.
Kórdrengir fagna marki fyrr í sumar. vísir/huldamargrét

Kórdrengir eru komnir með annan fótinn upp í Lengjudeildina eftir 3-1 sigur á Selfyssingum í toppslag 2. deildar karla í kvöld.

Hákon Einarsson og Albert Brynjar Ingason komu Kórdrengjum í 2-0 í fyrri hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks minnkaði Hrvoje Tokic metin. Jordan Damachoua gerði svo út um leikinn í síðari hálfleik.

Kórdrengir eru með sex stiga forskot á Þrótt Vogum og Selfoss í öðru og þriðja sætinu eftir leik kvöldsins en fjórar umferðir eru eftir af deildinni.

Þróttur Vogum vann fimmta leikinn í röð er liðið vann 3-1 sigur á Fjarðabyggð. Ethan James Alexander Patterson, Andri Jónasson og Alexander Helgason komu Þrótti í 3-0 áður en Rubén Ibancos minnkaði muninn.

Með sigrinum og tapi Selfyssinga gegn Kórdrengjum í kvöld eru Þróttarar komnir upp í annað sætið á markatölu. Liðin eru með jafn mörg stig en sex stig eru upp í toppsætið.

Njarðvík er einnig áfram í toppbaráttunni eftir 2-1 sigur á grönnum sínum í Víði en leikið var í Garðinum. Bergþór Ingi Smárason og Ivan Prskalo komu Njarðvík í 2-0 en Nathan Ward skoraði mark Víðis.

Njarðvík er í fjórða sætinu með 36 stig er fjórar umferðir eru eftir. Eitt stig upp í Þrótt Vogum og Selfoss sem eru í tveimur sætunum fyrir ofan. Víðir er hins vegar í bullandi fallbaráttu.

Kári vann 2-1 sigur á Dalvík/Reyni og Völsungur vann 2-1 útisigur á KF sem þýðir að Völsungur er komið af botninum.

Dalvík/Reynir er nú á botninum með 10 stig, Völsungur í ellefta sætinu með ellefu stig og Víðir í því tíunda með þrettán stig.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir af úrslit.net.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.