Þjóðir setja Ísland vafalaust á rauða lista Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. september 2020 18:17 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Met var slegið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær þegar tekin voru um 4.500 innanlandssýni. Þar greindust 57 smitaðir og voru 29 þeirra ekki í sóttkví. Samkvæmt því greindust um eitt prósent þeirra sem mættu í sýnatöku með veiruna. Þrátt fyrir að smituðum hafi fjölgað milli daga bendir sóttvarnarlæknir á að hlutfall þeirra í samhengi við heildarfjölda sýna fari lækkandi. „Þannig þetta er ekki mjög útbreitt. Þetta eru einhverjir pottar hér og þar en veiran er þó búin að fara víða og getur verið að skjóta upp kollinum af og til," segir Þórólfur Guðnason. Það stefnir í að álíka mörg sýni verði tekin í dag og Þórólfur býst við að fjöldi smitaðra haldist nokkuð stöðugur næstu daga. Sérstaklega í ljósi þess að um 2.400, sem hafa verið útsettir fyrir smiti og gætu þar með veikst, eru í sóttkví. „Það tekur bara langan tíma að ná þessu alveg niður. Við erum að halda í horfinu allavega og þetta er ekki að fara upp í neinum veldisvexti. Það er það sem skiptir mestu máli," segir hann. Skólastarfsemi er víða lömuð að einhverju leyti. Allir starfsmenn og nemendur Tjarnarskóla eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn og tveir nemendur greindust með veiruna. Í gær voru alls um 320 nemendur og 43 starfsmenn í fimm skólum á höfuðborgarsvæðinu í sóttkví. Nýgengni smita, það er fjöldi nýrra tilfella síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa, hefur rokið upp síðustu daga og er nú um 83. Þórólfur segir þessa tölu víða fara hækkandi en að Ísland muni þó líklega lenda á rauðum listum þjóða. Strangari reglur muni því gilda um ferðamenn sem hafa verið hér. „Ég veit að Bretar hafa verið að spá í því og vafalaust einhverjar fleiri þjóðir," segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Met var slegið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær þegar tekin voru um 4.500 innanlandssýni. Þar greindust 57 smitaðir og voru 29 þeirra ekki í sóttkví. Samkvæmt því greindust um eitt prósent þeirra sem mættu í sýnatöku með veiruna. Þrátt fyrir að smituðum hafi fjölgað milli daga bendir sóttvarnarlæknir á að hlutfall þeirra í samhengi við heildarfjölda sýna fari lækkandi. „Þannig þetta er ekki mjög útbreitt. Þetta eru einhverjir pottar hér og þar en veiran er þó búin að fara víða og getur verið að skjóta upp kollinum af og til," segir Þórólfur Guðnason. Það stefnir í að álíka mörg sýni verði tekin í dag og Þórólfur býst við að fjöldi smitaðra haldist nokkuð stöðugur næstu daga. Sérstaklega í ljósi þess að um 2.400, sem hafa verið útsettir fyrir smiti og gætu þar með veikst, eru í sóttkví. „Það tekur bara langan tíma að ná þessu alveg niður. Við erum að halda í horfinu allavega og þetta er ekki að fara upp í neinum veldisvexti. Það er það sem skiptir mestu máli," segir hann. Skólastarfsemi er víða lömuð að einhverju leyti. Allir starfsmenn og nemendur Tjarnarskóla eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn og tveir nemendur greindust með veiruna. Í gær voru alls um 320 nemendur og 43 starfsmenn í fimm skólum á höfuðborgarsvæðinu í sóttkví. Nýgengni smita, það er fjöldi nýrra tilfella síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa, hefur rokið upp síðustu daga og er nú um 83. Þórólfur segir þessa tölu víða fara hækkandi en að Ísland muni þó líklega lenda á rauðum listum þjóða. Strangari reglur muni því gilda um ferðamenn sem hafa verið hér. „Ég veit að Bretar hafa verið að spá í því og vafalaust einhverjar fleiri þjóðir," segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira