Meirihluti kennara með veiruna og allur skólinn í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2020 15:56 Tjarnarskóli er lítill grunnskóli fyrir unglingadeild sem stendur við Tjörnina í Reykjavík. Reykjavíkurborg Fjórir kennarar og ritari í Tjarnarskóla eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa tveir nemendur einnig greinst með veiruna. Allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví út vikuna hið minnsta vegna smitanna. Þetta staðfestir Margrét Theódórsdóttir skólastjóri Tjarnarskóla í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu í morgun. Margrét, sem sjálf sinnir kennslu við skólann og telst þannig í kennarahópnum, er ein kennaranna sem greindist með veiruna um helgina. Af sjö kennurum við skólann eru þannig fjórir með veiruna. Margrét segir í samtali við Vísi að fyrsta smitið tengt skólanum hafi greinst á laugardagskvöld. Tveir starfsmenn hafi greinst daginn eftir og aftur tveir á mánudag. „Þegar þetta kom upp um helgina voru allir settir í sóttkví til föstudags. Nemendur fara svo í skimun í lok sóttkvíar,“ segir Margrét. Sextán starfsmenn eru við skólann en í misháu starfshlutfalli. Nemendur eru sextíu, allir í 8., 9. eða 10. bekk. Margrét gerir ráð fyrir að skólinn verði mestmegnis starfandi í gegnum fjarkennslu á næstunni miðað við stöðuna á starfsfólkinu. Þá hafi blessunarlega enginn veikst alvarlega af veirunni. „Það hefur enginn enn sem komið er orðið mjög veikur. Það er auðvitað dagamunur á fólki en enginn hefur orðið mjög þungt haldinn,“ segir Margrét. Talsvert hefur borið á því undanfarna daga að starfsfólk og nemendur í skólum á höfuðborgarsvæðinu greinist með kórónuveiruna. Þannig hafa starfsmenn greinst með veiruna á leikskólum í Garðabæ, þrír starfsmenn Hvassaleitisskóla eru smitaðir, auk þess sem veiran hefur greinst í Melaskóla. 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu voru í sóttkví í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23 Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01 Allir nemendur Valhúsaskóla sendir heim Nemendur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa verið send heim eftir að upp kom smit hjá einum nemanda í skólanum í gær. 22. september 2020 10:41 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Fjórir kennarar og ritari í Tjarnarskóla eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa tveir nemendur einnig greinst með veiruna. Allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví út vikuna hið minnsta vegna smitanna. Þetta staðfestir Margrét Theódórsdóttir skólastjóri Tjarnarskóla í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu í morgun. Margrét, sem sjálf sinnir kennslu við skólann og telst þannig í kennarahópnum, er ein kennaranna sem greindist með veiruna um helgina. Af sjö kennurum við skólann eru þannig fjórir með veiruna. Margrét segir í samtali við Vísi að fyrsta smitið tengt skólanum hafi greinst á laugardagskvöld. Tveir starfsmenn hafi greinst daginn eftir og aftur tveir á mánudag. „Þegar þetta kom upp um helgina voru allir settir í sóttkví til föstudags. Nemendur fara svo í skimun í lok sóttkvíar,“ segir Margrét. Sextán starfsmenn eru við skólann en í misháu starfshlutfalli. Nemendur eru sextíu, allir í 8., 9. eða 10. bekk. Margrét gerir ráð fyrir að skólinn verði mestmegnis starfandi í gegnum fjarkennslu á næstunni miðað við stöðuna á starfsfólkinu. Þá hafi blessunarlega enginn veikst alvarlega af veirunni. „Það hefur enginn enn sem komið er orðið mjög veikur. Það er auðvitað dagamunur á fólki en enginn hefur orðið mjög þungt haldinn,“ segir Margrét. Talsvert hefur borið á því undanfarna daga að starfsfólk og nemendur í skólum á höfuðborgarsvæðinu greinist með kórónuveiruna. Þannig hafa starfsmenn greinst með veiruna á leikskólum í Garðabæ, þrír starfsmenn Hvassaleitisskóla eru smitaðir, auk þess sem veiran hefur greinst í Melaskóla. 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu voru í sóttkví í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23 Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01 Allir nemendur Valhúsaskóla sendir heim Nemendur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa verið send heim eftir að upp kom smit hjá einum nemanda í skólanum í gær. 22. september 2020 10:41 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23
Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01
Allir nemendur Valhúsaskóla sendir heim Nemendur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa verið send heim eftir að upp kom smit hjá einum nemanda í skólanum í gær. 22. september 2020 10:41