Enski boltinn

Mourinho uppfyllir ósk látins aðdáanda

Sindri Sverrisson skrifar
José Mourinho er með glæsilega ferilskrá og í miklum metum hjá sumum.
José Mourinho er með glæsilega ferilskrá og í miklum metum hjá sumum. vísir/getty

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, fékk heldur óvenjulega en afar einlæga fyrirspurn á blaðamannafundi frá norður-makedónískum blaðamanni.

Blaðamaðurinn sagðist vilja uppfylla ósk látins föður síns sem vildi að ef sonur sinn fengi tækifæri til að hitta Mourinho myndi hann reyna að fá mynd af sér með portúgalska stjóranum.

„Hann vildi alltaf segja mér til og ala mig upp í þínum anda. Pabbi minn bar gríðarlega virðingu fyrir þér. Ef að ég fæ mynd af mér með þér þá mun ég setja hana í ramma og koma fyrir þar sem hann hvílir,“ sagði blaðamaðurinn, og spurði hvort hann mætti fá mynd ef að næsti leikur færi vel.

Mourinho var fljótur til svars: „Úrslitin ráða engu um þessa mynd. Hún verður tekin. Ef þú getur hitt okkur fyrir leikinn, kannski á hótelinu þínu ef það er auðveldara, eða eftir leikinn, þá er það bara mín ánægja. Ég er stoltur af þeirri virðingu sem faðir þinn hafði fyrir mér,“ sagði Mourinho.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.