Innlent

Þrír handteknir vegna líkamsárásar í Árbæ

Kjartan Kjartansson skrifar
Þeir handteknu verða brátt yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar á árásinni.
Þeir handteknu verða brátt yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar á árásinni. Vísir/Vilhelm

Karlmaður er ekki talinn alvarlega slasaður eftir að hann varð fyrir líkamsárás við Rauðás í Árbæ nú um miðjan dag. Lögregla telur að hnífur hafi verið notaður við árásina en þrír voru handteknir á vettvangi.

Tilkynnt var um árásina klukkan 13:36 en Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir við Vísi að allt sé óljóst um málsatvik. Mbl.is sagði fyrst frá árásinni. Maður virðist hafa verið stunginn með hníf en Valgarður segist ekki telja að hann sé alvarlega sár.

Árásin er nú til rannsóknar en Valgarður segir alls óljóst hvort hún hafi tengst einhvers konar uppgjöri eða öðru.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.