Innlent

Samfélagsmiðlar loga: „Þau eru hjá mér“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Egypska fjölskyldan. Hjón með fjögur börn sem hafa dvalið hér á landi í rúmlega tvö ár.
Egypska fjölskyldan. Hjón með fjögur börn sem hafa dvalið hér á landi í rúmlega tvö ár. Vísir/Nadine

„Jæja, þá eru egypsku krakkarnir komnir í háttinn og við fullorðna fólkið getum slakað á.“

Þetta skrifar Haukur nokkur Guðmundsson, Facebook-notandi, sem er einn fjölmargra sem tjá sig undir myllumerkinu #þaueruhjámér. Vísar hann til egypsku Khedr-fjölskyldunnar sem fer huldu höfði hér á landi. Má ætla af færslunni að fjölskyldan sé í góðu yfirlæti hjá Hauki.

Hægt væri að kalla færslur á borð við Hauks afvegaleiðingu vegna leitar lögreglu en réttara væri líklega að segja að um stuðningsyfirlýsingu sé að ræða vegna egypsku fjölskyldunnar sem stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur lýst eftir. 

Til stóð að vísa Khedr-fjölskyldunni, foreldrum og fjórum börnum þeirra, úr landi á miðvikudag. Fjölskyldan var farin í felur þegar fulltrúar stoðdeildar mættu til að fylgja henni úr landi. Fjölskyldan er því talin dvelja hér enn.

Áslaug Arna var spurð út í stöðu mála eftir ríkisstjórnarfund í morgun.

Stoðdeild ríkislögreglustjóra sendi í gærkvöldi frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni.

Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, lagði í gær fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í máli fjölskyldunnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir stjórnvöld ekki hafa framkvæmt sjálfstætt og heildstætt mat á hagsmunum barnanna.

Stoðdeild lögreglu óskaði eftir ábendingum frá almenningi:

„Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir fjölskyldunnar eða vita hvar hún er niðurkomin eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið stoddeild@logreglan.is,“ segir í tilkynningunni.

Fjölmargir hafa orðið við beiðninni og fullyrða að fjölskyldan haldi til hjá sér.

Að neðan má sjá brot af færslunum á samfélagsmiðlum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×