Ætla að senda geimfara til suðurpóls tunglsins árið 2024 Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2020 08:03 Ferðinni er heitið til tunglsins árið 2024. NASA Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur kynnt áætlun sína um að senda menn til tunglsins í fyrsta sinn frá árinu 1972. Þetta verður fyrsta mannaða geimferðin til suðurpóls tunglsins og í fyrsta sinn sem kona verður um borð. Artemis-áætlunin felur í sér að tveir geimfarar – einn maður og ein kona – verði send til tunglsins árið 2024. „Við ætlum aftur til tunglsins til að gera vísindalegar uppgötvanir, efnahagslegs ábata og til að veita næstu kynslóð könnuða innblástur,“ sagði Jim Bridenstine, yfirmaður hjá NASA, í yfirlýsingu. Áætlað er að Artemis-áætlunin muni kosta um 28 milljarða Bandaríkjadala, um 3.400 milljarða íslenskra króna, en Bandaríkjaþing þarf að samþykkja fjárveitingarnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt málið ofarlega á forgangslistanum. The #Artemis program is well underway! Learn more about @NASA s lunar exploration plans including how we will land the first woman and the next man on the Moon in 2024: https://t.co/mj1GwwV61S— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) September 21, 2020 Bridenstine sagði Artemis og tunglferðina 2024 vera á áætlun, svo fremi sem þingið samþykki fyrstu fjárveitingarnar, 3,2 milljarða dala, fyrir jól. Áætlunin er í nokkrum liðum og hefst á ómönnuðu geimskoti geimfarsins Oríon í nóvember á næsta ári. Í öðrum og þriðja fasa áætlunarinnar er ætlunin að senda geimfara út í geim, ferðast umhverfis tunglið og lenda á yfirborði fylgihnattarins. Samkvæmt áætlun á tunglferðin að fara í um viku, aðeins lengur en ferð Apollo 11 árið 1969 þar sem Neil Armstrong, Buzz Aldrin og Michael Collins lentu á yfirborði tunglsins, fyrstir manna. Þá er ætlunin að fram fari allt að fimm „afhafnir utan geimfarsins“. Bandaríkin Vísindi Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur kynnt áætlun sína um að senda menn til tunglsins í fyrsta sinn frá árinu 1972. Þetta verður fyrsta mannaða geimferðin til suðurpóls tunglsins og í fyrsta sinn sem kona verður um borð. Artemis-áætlunin felur í sér að tveir geimfarar – einn maður og ein kona – verði send til tunglsins árið 2024. „Við ætlum aftur til tunglsins til að gera vísindalegar uppgötvanir, efnahagslegs ábata og til að veita næstu kynslóð könnuða innblástur,“ sagði Jim Bridenstine, yfirmaður hjá NASA, í yfirlýsingu. Áætlað er að Artemis-áætlunin muni kosta um 28 milljarða Bandaríkjadala, um 3.400 milljarða íslenskra króna, en Bandaríkjaþing þarf að samþykkja fjárveitingarnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt málið ofarlega á forgangslistanum. The #Artemis program is well underway! Learn more about @NASA s lunar exploration plans including how we will land the first woman and the next man on the Moon in 2024: https://t.co/mj1GwwV61S— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) September 21, 2020 Bridenstine sagði Artemis og tunglferðina 2024 vera á áætlun, svo fremi sem þingið samþykki fyrstu fjárveitingarnar, 3,2 milljarða dala, fyrir jól. Áætlunin er í nokkrum liðum og hefst á ómönnuðu geimskoti geimfarsins Oríon í nóvember á næsta ári. Í öðrum og þriðja fasa áætlunarinnar er ætlunin að senda geimfara út í geim, ferðast umhverfis tunglið og lenda á yfirborði fylgihnattarins. Samkvæmt áætlun á tunglferðin að fara í um viku, aðeins lengur en ferð Apollo 11 árið 1969 þar sem Neil Armstrong, Buzz Aldrin og Michael Collins lentu á yfirborði tunglsins, fyrstir manna. Þá er ætlunin að fram fari allt að fimm „afhafnir utan geimfarsins“.
Bandaríkin Vísindi Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira