Fótbolti

Fram varð af mikil­vægum stigum og heima­sigur í Mos­fells­bæ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Íshólm Ólafsson er markvörður Fram.
Ólafur Íshólm Ólafsson er markvörður Fram. vísir/vilhelm

Fram tapaði fyrir Grindavík á heimavelli í Lengjudeild karla í kvöld og Afturelding skildi Víking úr Ólafsvík eftir í fallbaráttunni.

Aron Jóhannsson kom Grindavík yfir í Safamýrinni á 32. mínútu en Alexander Már Þorláksson jafnaði metin fyrir Fram á 50. mínútu.

Grindvíkingar misstu mann af velli á 81. mínútu er Gunnar Þorsteinsson fékk rautt spjald en sex mínútum síðar varð jafnt í liðum er Unnar Steinn Ingvarsson fékk að líta rauða spjaldið.

Sigurmarkið kom í uppbótartíma er Sigurður Bjartur Hallsson skoraði. Lokatölur 2-1.

Grindavík er í 6. sætinu með 26 stig en Fram er nú í þriðja sætinu með 33 stig, jafn mörg stig og Leiknir í öðru sætinu, en stigi á eftir Keflavík sem á leik til góða.

Afturelding vann svo 1-0 sigur á Víkingi úr Ólafsvík. Sigurmarkið skoraði Kári Steinn Hlífarsson á 32. mínútu.

Eftir sigurinn er Afturelding í áttunda sætinu með 21 stig en Víkingur er í níunda sætinu með sextán stig, fjórum stigum frá fallsæti.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá fótbolti.net.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.