„Ég fékk ekkert boðskort um að það væri verið að fljúga hérna yfir“ Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 21. september 2020 20:36 Helgu Kristínu var verulega brugðið. Vísir/Egill Íbúi í Kópavogi segist hafa fengið hálfgert áfall þegar flugvél Air Atlanta var flogið yfir húsi hennar í dag. Hún hélt að vélin væri á leið inn í húsið. Þá varð fleirum bylt við þegar vélinni var flogið í lágflugi yfir höfuðborgarsvæðið. Flugvélin er af gerðinni Boeing 747 og er ný í flota Air Atlanta. Félagið fékk leyfi til að fljúga vélinni yfir höfuðstöðvar sínar í Kópavogi fyrir lendingu í Keflavík. Hún tók þannig „slaufu“ yfir borginni, líkt og sést á þessari mynd af FlightRadar. Fréttastofa fékk fjölda ábendinga um flug vélarinnar í dag frá íbúum allt frá Vesturbæ Reykjavíkur og upp í Norðlingaholt. Mörgum var brugðið og þótti vélin vera helst til lágt á lofti. Töldu sumir að um nauðlendingu væri að ræða. Flugvélin fór ekki framhjá Helgu Kristínu Torfadóttur sem býr í Lindarhverfi í Kópavogi og deildi sinni upplifun með fréttastofu. „Það byrjaði allt að nötra og ég leit út um gluggann og sá flugvélina fyrir framan mig og tók strax eftir því að þetta var mjög óeðlilegt.“ Þakið á húsinu sé í 60 metrum yfir sjávarmáli. „Mitt mat á hæð flugvélarinnar miðað við húsið mitt var að hún var svona 20 til 30 metrum fyrir ofan húsþakið mitt,“ segir Helga Kristín. „Ég var rosa hrædd sko og mér fannst eins og hún væri í alvöru að fara að stefna á húsið mitt.“ „Gæslan flýgur oft hérna yfir en í góðri hæð og það eru alveg nógu mikil læti en þetta var allt of nálægt og ég var í hálfgerðu áfalli eftir þetta." Samkvæmt upplýsingum frá Air Atlanta koma flugvélar félagsins sjaldan til landsins og félagið reynir því að fá leyfi til þess að fljúga nýjum vélum yfir höfuðstöðvarnar til að gleðja starfsmenn þegar tækifæri gefst. Félagið telur ekki ástæðu til að vara sérstaklega við flugferðum af þessu tagi, öll leyfi hafi fengist fyrir fluginu sem hafi flogið yfir lágmarkshæð. Þetta hafi verið gert til að gleðja en ekki hræða. Helga Kristín segist engan áhuga hafa á að sjá vél í lágflugi við hús sitt. „Ég fékk ekkert boðskort um að það væri verið að fljúga hérna yfir og það var gjörsamlega ekki skemmtilegt frá minni hlið og annarra sem ég hef heyrt. Þetta var bara „traumatæsing“.“ Á vefsíðunni Flightaware kemur fram að flugvélin hafi lægst farið í um 210 metra hæð yfir Reykjavík. Greinilegt er að mörgum borgarbúum leið eins og vélin hefði verið töluvert nær jörðu. Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Íbúi í Kópavogi segist hafa fengið hálfgert áfall þegar flugvél Air Atlanta var flogið yfir húsi hennar í dag. Hún hélt að vélin væri á leið inn í húsið. Þá varð fleirum bylt við þegar vélinni var flogið í lágflugi yfir höfuðborgarsvæðið. Flugvélin er af gerðinni Boeing 747 og er ný í flota Air Atlanta. Félagið fékk leyfi til að fljúga vélinni yfir höfuðstöðvar sínar í Kópavogi fyrir lendingu í Keflavík. Hún tók þannig „slaufu“ yfir borginni, líkt og sést á þessari mynd af FlightRadar. Fréttastofa fékk fjölda ábendinga um flug vélarinnar í dag frá íbúum allt frá Vesturbæ Reykjavíkur og upp í Norðlingaholt. Mörgum var brugðið og þótti vélin vera helst til lágt á lofti. Töldu sumir að um nauðlendingu væri að ræða. Flugvélin fór ekki framhjá Helgu Kristínu Torfadóttur sem býr í Lindarhverfi í Kópavogi og deildi sinni upplifun með fréttastofu. „Það byrjaði allt að nötra og ég leit út um gluggann og sá flugvélina fyrir framan mig og tók strax eftir því að þetta var mjög óeðlilegt.“ Þakið á húsinu sé í 60 metrum yfir sjávarmáli. „Mitt mat á hæð flugvélarinnar miðað við húsið mitt var að hún var svona 20 til 30 metrum fyrir ofan húsþakið mitt,“ segir Helga Kristín. „Ég var rosa hrædd sko og mér fannst eins og hún væri í alvöru að fara að stefna á húsið mitt.“ „Gæslan flýgur oft hérna yfir en í góðri hæð og það eru alveg nógu mikil læti en þetta var allt of nálægt og ég var í hálfgerðu áfalli eftir þetta." Samkvæmt upplýsingum frá Air Atlanta koma flugvélar félagsins sjaldan til landsins og félagið reynir því að fá leyfi til þess að fljúga nýjum vélum yfir höfuðstöðvarnar til að gleðja starfsmenn þegar tækifæri gefst. Félagið telur ekki ástæðu til að vara sérstaklega við flugferðum af þessu tagi, öll leyfi hafi fengist fyrir fluginu sem hafi flogið yfir lágmarkshæð. Þetta hafi verið gert til að gleðja en ekki hræða. Helga Kristín segist engan áhuga hafa á að sjá vél í lágflugi við hús sitt. „Ég fékk ekkert boðskort um að það væri verið að fljúga hérna yfir og það var gjörsamlega ekki skemmtilegt frá minni hlið og annarra sem ég hef heyrt. Þetta var bara „traumatæsing“.“ Á vefsíðunni Flightaware kemur fram að flugvélin hafi lægst farið í um 210 metra hæð yfir Reykjavík. Greinilegt er að mörgum borgarbúum leið eins og vélin hefði verið töluvert nær jörðu.
Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08