„Ég fékk ekkert boðskort um að það væri verið að fljúga hérna yfir“ Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 21. september 2020 20:36 Helgu Kristínu var verulega brugðið. Vísir/Egill Íbúi í Kópavogi segist hafa fengið hálfgert áfall þegar flugvél Air Atlanta var flogið yfir húsi hennar í dag. Hún hélt að vélin væri á leið inn í húsið. Þá varð fleirum bylt við þegar vélinni var flogið í lágflugi yfir höfuðborgarsvæðið. Flugvélin er af gerðinni Boeing 747 og er ný í flota Air Atlanta. Félagið fékk leyfi til að fljúga vélinni yfir höfuðstöðvar sínar í Kópavogi fyrir lendingu í Keflavík. Hún tók þannig „slaufu“ yfir borginni, líkt og sést á þessari mynd af FlightRadar. Fréttastofa fékk fjölda ábendinga um flug vélarinnar í dag frá íbúum allt frá Vesturbæ Reykjavíkur og upp í Norðlingaholt. Mörgum var brugðið og þótti vélin vera helst til lágt á lofti. Töldu sumir að um nauðlendingu væri að ræða. Flugvélin fór ekki framhjá Helgu Kristínu Torfadóttur sem býr í Lindarhverfi í Kópavogi og deildi sinni upplifun með fréttastofu. „Það byrjaði allt að nötra og ég leit út um gluggann og sá flugvélina fyrir framan mig og tók strax eftir því að þetta var mjög óeðlilegt.“ Þakið á húsinu sé í 60 metrum yfir sjávarmáli. „Mitt mat á hæð flugvélarinnar miðað við húsið mitt var að hún var svona 20 til 30 metrum fyrir ofan húsþakið mitt,“ segir Helga Kristín. „Ég var rosa hrædd sko og mér fannst eins og hún væri í alvöru að fara að stefna á húsið mitt.“ „Gæslan flýgur oft hérna yfir en í góðri hæð og það eru alveg nógu mikil læti en þetta var allt of nálægt og ég var í hálfgerðu áfalli eftir þetta." Samkvæmt upplýsingum frá Air Atlanta koma flugvélar félagsins sjaldan til landsins og félagið reynir því að fá leyfi til þess að fljúga nýjum vélum yfir höfuðstöðvarnar til að gleðja starfsmenn þegar tækifæri gefst. Félagið telur ekki ástæðu til að vara sérstaklega við flugferðum af þessu tagi, öll leyfi hafi fengist fyrir fluginu sem hafi flogið yfir lágmarkshæð. Þetta hafi verið gert til að gleðja en ekki hræða. Helga Kristín segist engan áhuga hafa á að sjá vél í lágflugi við hús sitt. „Ég fékk ekkert boðskort um að það væri verið að fljúga hérna yfir og það var gjörsamlega ekki skemmtilegt frá minni hlið og annarra sem ég hef heyrt. Þetta var bara „traumatæsing“.“ Á vefsíðunni Flightaware kemur fram að flugvélin hafi lægst farið í um 210 metra hæð yfir Reykjavík. Greinilegt er að mörgum borgarbúum leið eins og vélin hefði verið töluvert nær jörðu. Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Íbúi í Kópavogi segist hafa fengið hálfgert áfall þegar flugvél Air Atlanta var flogið yfir húsi hennar í dag. Hún hélt að vélin væri á leið inn í húsið. Þá varð fleirum bylt við þegar vélinni var flogið í lágflugi yfir höfuðborgarsvæðið. Flugvélin er af gerðinni Boeing 747 og er ný í flota Air Atlanta. Félagið fékk leyfi til að fljúga vélinni yfir höfuðstöðvar sínar í Kópavogi fyrir lendingu í Keflavík. Hún tók þannig „slaufu“ yfir borginni, líkt og sést á þessari mynd af FlightRadar. Fréttastofa fékk fjölda ábendinga um flug vélarinnar í dag frá íbúum allt frá Vesturbæ Reykjavíkur og upp í Norðlingaholt. Mörgum var brugðið og þótti vélin vera helst til lágt á lofti. Töldu sumir að um nauðlendingu væri að ræða. Flugvélin fór ekki framhjá Helgu Kristínu Torfadóttur sem býr í Lindarhverfi í Kópavogi og deildi sinni upplifun með fréttastofu. „Það byrjaði allt að nötra og ég leit út um gluggann og sá flugvélina fyrir framan mig og tók strax eftir því að þetta var mjög óeðlilegt.“ Þakið á húsinu sé í 60 metrum yfir sjávarmáli. „Mitt mat á hæð flugvélarinnar miðað við húsið mitt var að hún var svona 20 til 30 metrum fyrir ofan húsþakið mitt,“ segir Helga Kristín. „Ég var rosa hrædd sko og mér fannst eins og hún væri í alvöru að fara að stefna á húsið mitt.“ „Gæslan flýgur oft hérna yfir en í góðri hæð og það eru alveg nógu mikil læti en þetta var allt of nálægt og ég var í hálfgerðu áfalli eftir þetta." Samkvæmt upplýsingum frá Air Atlanta koma flugvélar félagsins sjaldan til landsins og félagið reynir því að fá leyfi til þess að fljúga nýjum vélum yfir höfuðstöðvarnar til að gleðja starfsmenn þegar tækifæri gefst. Félagið telur ekki ástæðu til að vara sérstaklega við flugferðum af þessu tagi, öll leyfi hafi fengist fyrir fluginu sem hafi flogið yfir lágmarkshæð. Þetta hafi verið gert til að gleðja en ekki hræða. Helga Kristín segist engan áhuga hafa á að sjá vél í lágflugi við hús sitt. „Ég fékk ekkert boðskort um að það væri verið að fljúga hérna yfir og það var gjörsamlega ekki skemmtilegt frá minni hlið og annarra sem ég hef heyrt. Þetta var bara „traumatæsing“.“ Á vefsíðunni Flightaware kemur fram að flugvélin hafi lægst farið í um 210 metra hæð yfir Reykjavík. Greinilegt er að mörgum borgarbúum leið eins og vélin hefði verið töluvert nær jörðu.
Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08