Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2020 13:08 Flugvélin á flugi yfir borginni. Aðsend Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. Um er að ræða nýja flugvél á vegum íslenska flugfélagsins Air Atlanta, sem fékk leyfi til að fljúga henni lágt yfir höfuðstöðvar sínar í Kópavogi áður en henni var lent á Keflavíkurflugvelli. Vélin er af gerðinni Boeing 747-412F og kom til landsins frá Chicago í Bandaríkjunum. Fréttastofa hefur fengið fjölda ábendinga um flug vélarinnar í dag. Þá hafa til dæmis íbúar í Norðlingaholti velt vöngum yfir lágfluginu í hverfishóp á Facebook. Þeir lýsa því margir að allt hafi nötrað þegar flugvélin fór yfir – og þá hafi hún verið helst til nálægt jörðu. Töldu sumir að um nauðlendingu væri að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var flugvélin þó talin yfir lágmarkshæð á flugi sínu. Leið þotunnar yfir borginni sést hér á skjáskoti af FlightRadar. Íbúar í Vesturbænum og miðbænum urðu sömuleiðis sumir hverjir varir við vélina þar sem hún flaug lágt yfir Reykjavíkurflugvelli án þess að lenda. Starfsmaður Háskóla Íslands fylgdist með út um skrifstofugluggann. „Ekkert smá flykki fór niður, hitti ekki á völlinn, og svo bara beint upp í loftið aftur,“ segir starfsmaðurinn í Vesturbæjargrúppunni á Facebook. Aðrir segjast búa í grennd við flugvöllinn en ekki hafa heyrt neitt. Fréttateymi Reykjavík Grapevine var að taka upp stuttan fréttaþátt fyrir YouTube-rás sína í Vesturbæ Reykjavíkur þegar flugvélin birtist óvænt. Myndband af vélinni á flugi yfir Vesturbænum má sjá hér fyrir neðan. Flugu hring til að gleðja starfsmenn Samkvæmt upplýsingum af FlightRadar kom vélin, sem er af gerðinni Boeing 747, frá Chicago í Bandaríkjunum og lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 13. Sigurður Magnús Sigurðsson framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs hjá Air Atlanta segir í samtali við Vísi að flugvélar félagsins komi afar sjaldan til landsins. Félagið reyni því iðulega að fá leyfi til þess að fljúga nýjum vélum yfir höfuðstöðvarnar til að gleðja starfsmenn þegar tækifæri gefst til. „Það kom gluggi í dag og við fengum leyfi. Flugmennirnir tóku því þennan hring, okkur öllum til mikillar ánægju,“ segir Sigurður. Síðast var flugvél Air Atlanta flogið í lágflugi yfir borgina af sama tilefni árið 2015. Það vakti einnig talsverða athygli, að sögn Sigurðar. Þá telur hann ekki ástæðu til að vara sérstaklega við flugferðum af þessu tagi, öll tilskilin og hefðbundin leyfi hafi fengist. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Air Atlanta. Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Air Atlanta Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. Um er að ræða nýja flugvél á vegum íslenska flugfélagsins Air Atlanta, sem fékk leyfi til að fljúga henni lágt yfir höfuðstöðvar sínar í Kópavogi áður en henni var lent á Keflavíkurflugvelli. Vélin er af gerðinni Boeing 747-412F og kom til landsins frá Chicago í Bandaríkjunum. Fréttastofa hefur fengið fjölda ábendinga um flug vélarinnar í dag. Þá hafa til dæmis íbúar í Norðlingaholti velt vöngum yfir lágfluginu í hverfishóp á Facebook. Þeir lýsa því margir að allt hafi nötrað þegar flugvélin fór yfir – og þá hafi hún verið helst til nálægt jörðu. Töldu sumir að um nauðlendingu væri að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var flugvélin þó talin yfir lágmarkshæð á flugi sínu. Leið þotunnar yfir borginni sést hér á skjáskoti af FlightRadar. Íbúar í Vesturbænum og miðbænum urðu sömuleiðis sumir hverjir varir við vélina þar sem hún flaug lágt yfir Reykjavíkurflugvelli án þess að lenda. Starfsmaður Háskóla Íslands fylgdist með út um skrifstofugluggann. „Ekkert smá flykki fór niður, hitti ekki á völlinn, og svo bara beint upp í loftið aftur,“ segir starfsmaðurinn í Vesturbæjargrúppunni á Facebook. Aðrir segjast búa í grennd við flugvöllinn en ekki hafa heyrt neitt. Fréttateymi Reykjavík Grapevine var að taka upp stuttan fréttaþátt fyrir YouTube-rás sína í Vesturbæ Reykjavíkur þegar flugvélin birtist óvænt. Myndband af vélinni á flugi yfir Vesturbænum má sjá hér fyrir neðan. Flugu hring til að gleðja starfsmenn Samkvæmt upplýsingum af FlightRadar kom vélin, sem er af gerðinni Boeing 747, frá Chicago í Bandaríkjunum og lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 13. Sigurður Magnús Sigurðsson framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs hjá Air Atlanta segir í samtali við Vísi að flugvélar félagsins komi afar sjaldan til landsins. Félagið reyni því iðulega að fá leyfi til þess að fljúga nýjum vélum yfir höfuðstöðvarnar til að gleðja starfsmenn þegar tækifæri gefst til. „Það kom gluggi í dag og við fengum leyfi. Flugmennirnir tóku því þennan hring, okkur öllum til mikillar ánægju,“ segir Sigurður. Síðast var flugvél Air Atlanta flogið í lágflugi yfir borgina af sama tilefni árið 2015. Það vakti einnig talsverða athygli, að sögn Sigurðar. Þá telur hann ekki ástæðu til að vara sérstaklega við flugferðum af þessu tagi, öll tilskilin og hefðbundin leyfi hafi fengist. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Air Atlanta.
Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Air Atlanta Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira