Cesc Fabregas segir að Sadio Mané sé sá besti í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2020 10:30 Sadio Mané fagnar öðru marka sinna fyrir Liverpool á móti Chelsea á Stamford Bridge um helgina. EPA-EFE/Matt Dunha Mohamed Salah var hetja Liverpool í fyrstu umferðinni þegar hann skoraði þrennu í dramatískum 4-3 sigri á Leeds. Um helgina var komið að Sadio Mané að eigna sér sviðsljósið. Sadio Mané skoraði bæði mörk Liverpool liðsins í 2-0 sigri á Chelsea og fékk mikið hrós frá Spánverjanum Cesc Fabregas. Áður en Sadio Mané skoraði mörkin sín þá hafði hann fiskað danska miðvörðinn Andreas Christensen af velli. Andreas Christensen þurfti hreinlega að beita rúgby tæklingu til að stoppa Sadio Mané. Atvikið með Christensen varð á lokamínútu fyrri hálfleik. Það tók Sadio Mané síðan bara tíu mínútur af seinni hálfleik að leggja gruninn að sigri Liverpool með tveimur mörkum. If Mane isn't the best in the Premier League, then who is? #LFC https://t.co/2l8hECEfh9— GiveMeSport Football (@GMS__Football) September 20, 2020 Cesc Fabregas kveikti heldur betur í netheimum með því að setja inn stóra yfirlýsingu á Twitter-reikninginn sinn. Cesc Fabregas skrifaði: „Ég segi það aftur. Mané er besti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.“ Kevin de Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá má ekki gleyma liðsfélögunum Salah og Virgil van Dijk hjá Liverpool. Það er vissulega nóg af frábærum leikmönnum í deildinni og þeim er bara að fjölga eftir að enska úrvalsdeildin er að fá heimsklassa leikmenn frá bæði Þýskalandi og Spáni. I ll say it again. Mané best player in the League.— Cesc Fàbregas Soler (@cesc4official) September 20, 2020 Cesc Fabregas fékk mikil viðbrögð við tísti sínu. Yfir 2500 manns tjáðu sig um það og því var endurtíst yfir 22 þúsundum sinnum. Jamie Carragher tók undir orð Fabregas á Sky Sports og hrósaði Mané mikið en það er þó ekki í fyrsta sinn sem hann gerir það. „Ég tel að Mané sé einn af bestu leikmönnum heims sem spila vinstra megin. Ég elska hann,“ sagði Jamie Carragher og bætti við: „Hann er fyrstu stóru kaup Jürgen Klopp og hann hjálpaði Liverpool að komast í Meistaradeildina á fyrsta tímabilinu. Hann er mjög stöðugur og er algjör ofurstjarna,“ sagði Carragher. „Við elskuðum John Barnes og hann hefur alltaf verið í úrvalsliði Liverpool frá upphafi. Ég held að þegar Mané hættir þá verður hann kominn langt með það að ýta Barnes út úr því liði,“ sagði Carragher. Enski boltinn Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Mohamed Salah var hetja Liverpool í fyrstu umferðinni þegar hann skoraði þrennu í dramatískum 4-3 sigri á Leeds. Um helgina var komið að Sadio Mané að eigna sér sviðsljósið. Sadio Mané skoraði bæði mörk Liverpool liðsins í 2-0 sigri á Chelsea og fékk mikið hrós frá Spánverjanum Cesc Fabregas. Áður en Sadio Mané skoraði mörkin sín þá hafði hann fiskað danska miðvörðinn Andreas Christensen af velli. Andreas Christensen þurfti hreinlega að beita rúgby tæklingu til að stoppa Sadio Mané. Atvikið með Christensen varð á lokamínútu fyrri hálfleik. Það tók Sadio Mané síðan bara tíu mínútur af seinni hálfleik að leggja gruninn að sigri Liverpool með tveimur mörkum. If Mane isn't the best in the Premier League, then who is? #LFC https://t.co/2l8hECEfh9— GiveMeSport Football (@GMS__Football) September 20, 2020 Cesc Fabregas kveikti heldur betur í netheimum með því að setja inn stóra yfirlýsingu á Twitter-reikninginn sinn. Cesc Fabregas skrifaði: „Ég segi það aftur. Mané er besti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.“ Kevin de Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá má ekki gleyma liðsfélögunum Salah og Virgil van Dijk hjá Liverpool. Það er vissulega nóg af frábærum leikmönnum í deildinni og þeim er bara að fjölga eftir að enska úrvalsdeildin er að fá heimsklassa leikmenn frá bæði Þýskalandi og Spáni. I ll say it again. Mané best player in the League.— Cesc Fàbregas Soler (@cesc4official) September 20, 2020 Cesc Fabregas fékk mikil viðbrögð við tísti sínu. Yfir 2500 manns tjáðu sig um það og því var endurtíst yfir 22 þúsundum sinnum. Jamie Carragher tók undir orð Fabregas á Sky Sports og hrósaði Mané mikið en það er þó ekki í fyrsta sinn sem hann gerir það. „Ég tel að Mané sé einn af bestu leikmönnum heims sem spila vinstra megin. Ég elska hann,“ sagði Jamie Carragher og bætti við: „Hann er fyrstu stóru kaup Jürgen Klopp og hann hjálpaði Liverpool að komast í Meistaradeildina á fyrsta tímabilinu. Hann er mjög stöðugur og er algjör ofurstjarna,“ sagði Carragher. „Við elskuðum John Barnes og hann hefur alltaf verið í úrvalsliði Liverpool frá upphafi. Ég held að þegar Mané hættir þá verður hann kominn langt með það að ýta Barnes út úr því liði,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira