Enski boltinn

Brighton með öflugan sigur á Newcastle

Ísak Hallmundarson skrifar
Leikmenn Brighton fagna marki í dag.
Leikmenn Brighton fagna marki í dag. getty/Alex Pantling

Brighton vann Newcastle 3-0 á St. James's Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. 

Þetta byrjaði með látum, Neal Maupay kom Brigthon yfir úr vítaspyrnu strax á 4. mínútu og var síðan aftur á ferðinni þremur mínútum síðar þegar hann kom Brighton í 2-0 eftir einungis sjö mínútna leik.

Staðan hélst óbreytt þar til á 83. mínútu en þá innsiglaði Aaron Connolly 3-0 sigur Brighton með fallegu skoti. Yves Bissouma, leikmaður Brighton, fékk rauða spjaldið á 89. mínútu fyrir að fara með takkana í andlitið á mótherja en þá voru úrslit leiksins löngu ráðin.

Eftir leikinn eru bæði lið með þrjú stig þegar tvær umferðir eru búnar af deildinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.