Enski boltinn

Dele Alli líklega á förum frá Tottenham

Ísak Hallmundarson skrifar
Dele Alli hefur mögulega leikið sinn síðasta leik fyrir Spurs.
Dele Alli hefur mögulega leikið sinn síðasta leik fyrir Spurs. getty/Charlotte Wilson

Enski landsliðsmaðurinn Dele Alli, sem allan sinn feril hefur spilað fyrir Tottenham, gæti verið á förum frá félaginu. Dele er ekki í leikmannahópi Tottenham í dag sem eru þessa stundina að spila við Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

Einn helst sérfræðingur Evrópu í félagsskiptum í knattspyrnu, Fabrizio Romano, segir á Twitter reikningnum sínum að Tottenham vilji losa sig við leikmanninn eftir endurkomu Gareth Bale til liðsins. Tottenham hafi meðal annars boðið Real Madrid að taka Dele Alli á láni sem hluta af samningnum um Bale.

Þá segir hann PSG og önnur lið vera í viðræðum um leikmanninn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.