Innlent

Þykir ekki ástæða til að nafngreina hina staðina

Sylvía Hall skrifar
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna. Ljósmynd/Almannavarnir

Þeir veitingastaðir sem hafa verið til skoðunar í tengslum kórónuveirusmit undanfarinna daga hafa mjög óljósa tengingu við tilfelli og þykir ekki ástæða til að rekja frekar útsetta einstaklinga í tengslum við þá. Tveir veitinga- og skemmtistaðir hafa greint frá því að smit komu upp á þeirra stöðum.

Í tilkynningu frá almannavörnum segir að eigendur veitinga- og skemmtistaða hafi unnið náið með smitrakningaeyminu en meta þurfi í hvert skipti hvort það þjóni almannahagsmunum að kalla stóran hóp viðskiptavina í sýnatöku. Eftirleiðis verði greint frá nöfnum staða ef það þykir aðstoða við að ná utan um smit.

„Í hvert og eitt skipti, þar sem mörg smit koma upp í tengslum við einn stað, þarf að meta hvort það þjóni hagsmunum í baráttunni við veiruna að kalla stóran hóp viðskiptavina í sýnatöku, þá sérstaklega þegar álagið í smitrakningu er jafn mikið og það er þessa stundina.

Á fimmtudag greindu sóttvarnayfirvöld frá því að margir hefðu smitast á barnum Irishman við Klapparstíg föstudaginn 11. september. Voru allir sem sótt höfðu barinn frá 16 til 23 þann dag beðnir um að fara í skimun. Í dag greindi veitingastaðurinn Brewdog frá því að starfsmaður hefði greinst með veiruna og sá hefði líklega smitast af viðskiptavini.


Tengdar fréttir

Ekki rétt að leita að sökudólgum

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.