Innlent

Íbúi í búsetukjarna greindist með kórónuveirusmit

Sylvía Hall skrifar
Tíu starfsmenn velferðarsviðs eru einnig smitaðir.
Tíu starfsmenn velferðarsviðs eru einnig smitaðir. Vísir/Vilhelm

Íbúi í búsetukjarna á vegum Reykjavíkurborgar hefur greinst með kórónuveirusmit. Tíu starfsmenn velferðarsviðs hafa einnig greinst með smit og eru um fjörutíu í sóttkví vegna smitanna.

Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi frá smitum starfsmannanna fyrr í dag en að sögn Regínu barst niðurstaða úr sýnatöku íbúans fyrir um það bil klukkutíma síðan.

„Við fengum þær niðurstöður áðan að það er komið eitt smit hjá íbúa í einum af okkar búsetukjörnum,“ segir Regína.

Margir ungir starfsmenn starfa í búsetukjörnunum og segir hún þróunina vera í samræmi við það sem á sér stað í samfélaginu. Veiran sé að greinast í meira mæli hjá ungu fólki en ráðstafanir hafi verið gerðar vegna smitanna.

„Við erum með viðbragðsáætlanir og gerum ráðstafanir í samræmi við það. Við erum að halda úti sólarhringsstarfsemi og munum gæta fyllsta öryggis og halda úti þjónustunni órofinni.“


Tengdar fréttir

Ekki rétt að leita að sökudólgum

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri.

Aldrei fleiri greinst með veiruna í Dan­mörku

589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.