Fótbolti

Aron skoraði tvö í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Sigurðarson í leik með íslenska landsliðinu.
Aron Sigurðarson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty

Aron Sigurðarson skoraði tvö af mörkum Union St.Gilloise er liðið vann 3-2 sigur á RFC Seraing í belgísku B-deildinni í dag.

Fyrsta markið skoraði Aron á 28. mínútu og fjórum mínútum síðar var Fjölnismaðurinn aftur á ferðinni er hann kom Union í 2-0.

RFC Seraing voru ekki af baki dottnir og náðu að jafna metin en sjálfsmark nítján mínútum fyrir leikslok tryggði Aroni og félögum stigin þrjú.

Union er á toppnum í belgísku B-deildinni með átta stig eftir fjóra leiki en annað Íslendingalið, Lommel, er í öðru sætinu með sjö stig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.